Körfubolti

Ólafs minnst á ársþingi FIBA Europe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Ólafur E. Rafnsson var gerður að heiðursfélaga á ársþingi FIBA Europe í dag.

Þetta kom fram í tilkynningu sem sambandið sendi frá sér í dag. Ólafur var forseti FIBA Europe, sem og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, þegar hann lést í júní fyrra.

„Ólafur var góður og hlýr maður sem eyddi allri sinni orku í körfubolta - dag og nótt. Fráfall hans er mikill missir fyrir íþróttaheiminn allan, körfuboltasamfélagið en fyrst og fremst FIBA Europe,“ sagði Cyriel Coomans sem tók tímabundið við forsetaembættinu eftir andlát Ólafs.

Yvan Mainini, forseti FIBA, tók undir orð Coomans en tilkynningu FIBA Europe má lesa hér.


Tengdar fréttir

FIBA-menn minnast Ólafs

Ólafur Rafnsson, forseti íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var jarðsunginn í gær. Hans er minnst víða. Ólafur var bráðkvaddur í Sviss á dögunum.

Leika með sorgarbönd gegn Dönum

Leikmenn íslenska kvennalandsliðið munu spila með sorgarbönd þegar liðið mætir Danmörku í æfingaleik ytra síðar í dag vegna fráfalls Ólafs E. Rafnssonar, forseta ÍSÍ.

Ólafur E. Rafnsson sæmdur æðstu viðurkenningu EOC

Ólafur E. Rafnsson var í dag heiðraður með æðstu viðurkenningu European Olympic Committiees (EOC), Order Of Merit Award, á ársþingi samtakanna sem fram fer í Róm. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands Íslands.

Ólafur Rafnsson bráðkvaddur

Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Þetta kemur fram á vef ÍSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×