Forsetinn heiðraður fyrir framlag til samvinnu Íslands og Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2014 11:06 Vísir/Vilhelm Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í gær sæmdur gullmerki American-Scandinavian Foundation á hátíðarsamkomu í New York. Gullmerkið fékk hann fyrir framlag sitt til samvinnu Íslands við Bandaríkin og forystu og framtíðarsýn í alþjóðamálum. American-Scandinavian Foundation eru aðalsamtök fólks af norrænum uppruna í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að samtökin hafi í hálfa öld unnið að kynningu á menningu og þjóðlífi Norðurlanda í Bandaríkjunum. Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur flutti ávarp áður en hann veitti forsetanum viðurkenninguna og í því lýsti meðal annars langvarandi sambandi forseta og samstarfi við forystumenn á mörgum sviðum bandarísks þjóðlífs og stjórnkerfis. Hann fjallaði um kynningu hans á árangri Íslendinga við nýtingu jarðhita og hreinnar orku, baráttu gegn loftslagsbreytingum og nýlega sérstakri áherslu á málefni Norðurslóða og stofnun Hringborðs Norðurslóða, Artic Circle, í samvinnu við áhrifafólk í Bandaríkjunum. Í þakkarræðu sinni minntist Ólafur Ragnar meðal annars hátíðarhaldanna árið 2000 víða um Bandaríkin í tilefni af þúsund ára afmæli landafundanna, sýningarinnar í þjóðminjasafni Bandaríkjanna, Smithsonian, á arfleifð víkinga og samskiptum þeirra við frumbyggja í Bandaríkjunum. Forsetinn rakti einnig hvernig vaxandi áhersla á Norðurslóðir væri að skapa ný og mikilvæg viðfangsefni í samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlanda. Forseti Íslands Hringborð norðurslóða Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í gær sæmdur gullmerki American-Scandinavian Foundation á hátíðarsamkomu í New York. Gullmerkið fékk hann fyrir framlag sitt til samvinnu Íslands við Bandaríkin og forystu og framtíðarsýn í alþjóðamálum. American-Scandinavian Foundation eru aðalsamtök fólks af norrænum uppruna í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að samtökin hafi í hálfa öld unnið að kynningu á menningu og þjóðlífi Norðurlanda í Bandaríkjunum. Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur flutti ávarp áður en hann veitti forsetanum viðurkenninguna og í því lýsti meðal annars langvarandi sambandi forseta og samstarfi við forystumenn á mörgum sviðum bandarísks þjóðlífs og stjórnkerfis. Hann fjallaði um kynningu hans á árangri Íslendinga við nýtingu jarðhita og hreinnar orku, baráttu gegn loftslagsbreytingum og nýlega sérstakri áherslu á málefni Norðurslóða og stofnun Hringborðs Norðurslóða, Artic Circle, í samvinnu við áhrifafólk í Bandaríkjunum. Í þakkarræðu sinni minntist Ólafur Ragnar meðal annars hátíðarhaldanna árið 2000 víða um Bandaríkin í tilefni af þúsund ára afmæli landafundanna, sýningarinnar í þjóðminjasafni Bandaríkjanna, Smithsonian, á arfleifð víkinga og samskiptum þeirra við frumbyggja í Bandaríkjunum. Forsetinn rakti einnig hvernig vaxandi áhersla á Norðurslóðir væri að skapa ný og mikilvæg viðfangsefni í samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlanda.
Forseti Íslands Hringborð norðurslóða Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira