Milli steins og sleggju Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. maí 2014 10:28 Það er örugglega erfitt og vanþakklátt starf að sinna formennsku stærstu samtaka atvinnurekenda á landinu og sigla kjarasamningum líkt og þeim sem samið var um í desember í höfn. Ábyrgðin sem hvílir á herðum þeirra sem sinna þessum störfum er mikil, ekki aðeins gagnvart viðsemjendum og skjólstæðingum sem samið er fyrir heldur einnig gagnvart efnahagslífi heillar þjóðar. Ekki bætir úr skák að kjarasamningar eru afskaplega viðkvæmir. Þegar ríkið samdi nú á dögunum við framhaldsskólakennara og BHM um meiri launahækkanir en kveðið var á um í kjarasamningunum fyrir jól fór allt í uppnám. Forsvarsmenn launþegahreyfinga risu strax upp á afturlappirnar og sögðu að forsendur samninga væru brostnar. Formaður Samtaka atvinnulífsins um þessar mundir er einnig forstjóri Icelandair Group, móðurfélags Icelandair, en flugmenn félagsins hafa boðað verkfall á föstudaginn sem mun hafa áhrif á 46 flugferðir á vegum félagsins og raska ferðum líklegast um 7.000 manns verði af því. Ekki aðeins myndi slíkt verkfall hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna í heild og valda ómældu tjóni, heldur munu flugmenn ekki síður valda vinnuveitanda sínum, Icelandair, talsverðu tapi. Samúð með þessari verkfallsboðun verður að teljast við frostmark. Fyrir utan þá staðreynd að flugmenn Icelandair eru með á bilinu 1,5 milljónir til 2 milljónir í tekjur á mánuði þá hefur Fréttablaðið greint frá því að kröfur flugmanna séu margföld sú 2,8 prósenta hækkun sem SA samdi um við ASÍ fyrir jól. Með öðrum orðum þá setja þessar kröfur kjarasamningana frá því fyrir jól í algjört uppnám. Þessi staða setur forstjórann og formann Samtaka atvinnulífsins í klemmu. Sem forstjóra Icelandair ber honum skylda til að forða fyrirtækinu frá því tjóni og orðsporsmissi sem verkfallið mun óumdeilanlega valda. Það hlýtur því að teljast afar freistandi að ganga að kröfum flugmanna, sama hversu veruleikafirrtar og freklegar þær eru. En sem formanni SA ber honum að stuðla að ásættanlegri verðbólgu til að halda niðri skuldum fólks og fyrirtækja, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt – þar á meðal þegar hann semur við starfsmenn síns fyrirtækis. Ef hann samþykkir kröfur flugmanna þá er hann í raun að vinna gegn öllu sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað upp á síðkastið. Stóra spurningin er hvað verður ofan á. Það er örugglega erfitt að standa í þeim sporum að hafa staðið fyrir samningum sem raunverulega stuðluðu að stöðugleika og gátu náð markmiðum um hæfilega verðbólgu og allt það sem því fylgir, og þurfa síðan að standa í lappirnar gagnvart starfsfólki sínu sem krefst miklum mun meira en almennu launafólki var veitt. Þetta kemur allt í ljós á föstudaginn. Þangað til verðum við bara að vona að minni hagsmunir fái að víkja fyrir meiri. Að heimtufrekjan fái að víkja fyrir hagsmunum þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun
Það er örugglega erfitt og vanþakklátt starf að sinna formennsku stærstu samtaka atvinnurekenda á landinu og sigla kjarasamningum líkt og þeim sem samið var um í desember í höfn. Ábyrgðin sem hvílir á herðum þeirra sem sinna þessum störfum er mikil, ekki aðeins gagnvart viðsemjendum og skjólstæðingum sem samið er fyrir heldur einnig gagnvart efnahagslífi heillar þjóðar. Ekki bætir úr skák að kjarasamningar eru afskaplega viðkvæmir. Þegar ríkið samdi nú á dögunum við framhaldsskólakennara og BHM um meiri launahækkanir en kveðið var á um í kjarasamningunum fyrir jól fór allt í uppnám. Forsvarsmenn launþegahreyfinga risu strax upp á afturlappirnar og sögðu að forsendur samninga væru brostnar. Formaður Samtaka atvinnulífsins um þessar mundir er einnig forstjóri Icelandair Group, móðurfélags Icelandair, en flugmenn félagsins hafa boðað verkfall á föstudaginn sem mun hafa áhrif á 46 flugferðir á vegum félagsins og raska ferðum líklegast um 7.000 manns verði af því. Ekki aðeins myndi slíkt verkfall hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna í heild og valda ómældu tjóni, heldur munu flugmenn ekki síður valda vinnuveitanda sínum, Icelandair, talsverðu tapi. Samúð með þessari verkfallsboðun verður að teljast við frostmark. Fyrir utan þá staðreynd að flugmenn Icelandair eru með á bilinu 1,5 milljónir til 2 milljónir í tekjur á mánuði þá hefur Fréttablaðið greint frá því að kröfur flugmanna séu margföld sú 2,8 prósenta hækkun sem SA samdi um við ASÍ fyrir jól. Með öðrum orðum þá setja þessar kröfur kjarasamningana frá því fyrir jól í algjört uppnám. Þessi staða setur forstjórann og formann Samtaka atvinnulífsins í klemmu. Sem forstjóra Icelandair ber honum skylda til að forða fyrirtækinu frá því tjóni og orðsporsmissi sem verkfallið mun óumdeilanlega valda. Það hlýtur því að teljast afar freistandi að ganga að kröfum flugmanna, sama hversu veruleikafirrtar og freklegar þær eru. En sem formanni SA ber honum að stuðla að ásættanlegri verðbólgu til að halda niðri skuldum fólks og fyrirtækja, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt – þar á meðal þegar hann semur við starfsmenn síns fyrirtækis. Ef hann samþykkir kröfur flugmanna þá er hann í raun að vinna gegn öllu sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað upp á síðkastið. Stóra spurningin er hvað verður ofan á. Það er örugglega erfitt að standa í þeim sporum að hafa staðið fyrir samningum sem raunverulega stuðluðu að stöðugleika og gátu náð markmiðum um hæfilega verðbólgu og allt það sem því fylgir, og þurfa síðan að standa í lappirnar gagnvart starfsfólki sínu sem krefst miklum mun meira en almennu launafólki var veitt. Þetta kemur allt í ljós á föstudaginn. Þangað til verðum við bara að vona að minni hagsmunir fái að víkja fyrir meiri. Að heimtufrekjan fái að víkja fyrir hagsmunum þjóðarinnar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun