Þungarokkarar þakka fyrir sig Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. maí 2014 14:51 Frá Eistnaflugi. mynd/guðný lára thorarensen Grjótið - heiðursverðlaun Eistnaflugs verður afhent í fyrsta sinn í lok þessa mánaðar en tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem haldið hafa fána þungarokksins á lofti hér á landi. „Þetta er virðingar- og þakklætisvottur til þessa fólks frá rokksenunni,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar DIMMU og meðlimur verðlaunanefndarinnar. „Það er fullt af fólki sem hefur haldið úti alls konar starfsemi og kynningu á þungarokki, oftast á tíma þar sem þessi tónlist var ekki eins samþykkt og hún er núna. Fólk hefur verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi, skrifað greinar í blöð og barist fyrir aðgengi rokksveita í fjölmiðlum, flutt inn bönd og gefið út plötur.“ Að sögn Birgis hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvaða einstaklingur fær verðlaunin, en ætlunin er að afhendingin verði árlegur viðburður. „Það er búið að halda mikinn hitafund og það komu mörg nöfn upp,“ segir Birgir og bætir því við að ákveðið hafi verið að tengja verðlaunin Eistnaflugi þar sem það sé eins konar árshátíð þungarokkara. „Þetta er mjög óskipulagður hópur en svo koma allir saman einu sinni á ári á Eistnaflugi.“Verðlaunanefndin: Birgir Jónsson, trommari DIMMU Guðný Lára Thorarensen umboðsmaður Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og fjölmiðlakona Karl Óttar Pétursson, söngvari Saktmóðigur Birkir Fjalar Viðarsson blaðamaður Matthías Már Magnússon, útvarpsmaður á Rás 2 Gísli Sigmundsson, bassaleikari og söngvari Sororicide Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Grjótið - heiðursverðlaun Eistnaflugs verður afhent í fyrsta sinn í lok þessa mánaðar en tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem haldið hafa fána þungarokksins á lofti hér á landi. „Þetta er virðingar- og þakklætisvottur til þessa fólks frá rokksenunni,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar DIMMU og meðlimur verðlaunanefndarinnar. „Það er fullt af fólki sem hefur haldið úti alls konar starfsemi og kynningu á þungarokki, oftast á tíma þar sem þessi tónlist var ekki eins samþykkt og hún er núna. Fólk hefur verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi, skrifað greinar í blöð og barist fyrir aðgengi rokksveita í fjölmiðlum, flutt inn bönd og gefið út plötur.“ Að sögn Birgis hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvaða einstaklingur fær verðlaunin, en ætlunin er að afhendingin verði árlegur viðburður. „Það er búið að halda mikinn hitafund og það komu mörg nöfn upp,“ segir Birgir og bætir því við að ákveðið hafi verið að tengja verðlaunin Eistnaflugi þar sem það sé eins konar árshátíð þungarokkara. „Þetta er mjög óskipulagður hópur en svo koma allir saman einu sinni á ári á Eistnaflugi.“Verðlaunanefndin: Birgir Jónsson, trommari DIMMU Guðný Lára Thorarensen umboðsmaður Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og fjölmiðlakona Karl Óttar Pétursson, söngvari Saktmóðigur Birkir Fjalar Viðarsson blaðamaður Matthías Már Magnússon, útvarpsmaður á Rás 2 Gísli Sigmundsson, bassaleikari og söngvari Sororicide
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira