Tjónið sagt nema 67 milljörðum Hjörtur Hjartarson skrifar 9. maí 2014 17:42 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins. Ákæran var birt hinum ákærðu á þriðjudag en málið verður þingfest fyrir héraðsdómi 11.júní. Samkvæmt ákærunni voru lánin veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Þá segir; „Lánin voru öll veitt í evrum þótt staða bankans í erlendri mynt væri orðin erfið og undir lokin svo erfið að bankinn fékk 500 milljóna evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands en hluta af því fjármagni var varið til að fjármagna síðustu lánveitingarnar sem ákært er fyrir.“ Félögin sex sem lánað var til voru skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Þau voru í eigu eða nátengd þeim Skúla Þorvaldssyni, Ólafi Ólafssyni og Kevin Stanford, nokkrum af stærstu viðskiptamönnum Kaupþings. Útséð virðist með að mikið verði endurheimt af lánsfjárhæðinni: „Það samræmist vel þeirri staðreynd að félögin voru nær eignalaus þegar lánin voru veitt lánunum var öllum ráðstafað til kaupa á lánshæfistengdum skuldabréfum, CLN, sem urðu svo verðlaus. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að lánsféð, 510 milljónir evra eða 67,3 milljarðar króna, er Kaupþingi hf. glatað og ljóst að ákærðu hafa með háttsemi sinni valdið Kaupþingi hf. gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni.“ Umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þetta er þriðja ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur þremenningunum. Þeir voru sakfelldir í Al-Thani málinu sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá voru þeir ákærðir ásamt öðrum sex fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í stóra markaðsmisnotkunarmálinu sem er nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins. Ákæran var birt hinum ákærðu á þriðjudag en málið verður þingfest fyrir héraðsdómi 11.júní. Samkvæmt ákærunni voru lánin veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Þá segir; „Lánin voru öll veitt í evrum þótt staða bankans í erlendri mynt væri orðin erfið og undir lokin svo erfið að bankinn fékk 500 milljóna evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands en hluta af því fjármagni var varið til að fjármagna síðustu lánveitingarnar sem ákært er fyrir.“ Félögin sex sem lánað var til voru skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Þau voru í eigu eða nátengd þeim Skúla Þorvaldssyni, Ólafi Ólafssyni og Kevin Stanford, nokkrum af stærstu viðskiptamönnum Kaupþings. Útséð virðist með að mikið verði endurheimt af lánsfjárhæðinni: „Það samræmist vel þeirri staðreynd að félögin voru nær eignalaus þegar lánin voru veitt lánunum var öllum ráðstafað til kaupa á lánshæfistengdum skuldabréfum, CLN, sem urðu svo verðlaus. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að lánsféð, 510 milljónir evra eða 67,3 milljarðar króna, er Kaupþingi hf. glatað og ljóst að ákærðu hafa með háttsemi sinni valdið Kaupþingi hf. gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni.“ Umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þetta er þriðja ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur þremenningunum. Þeir voru sakfelldir í Al-Thani málinu sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá voru þeir ákærðir ásamt öðrum sex fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í stóra markaðsmisnotkunarmálinu sem er nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15
Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00