Fótbolti

Meistaramörkin: Leikur Chelsea og Atlético í augum spekinganna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atletico Madrid komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 3-1 sigur á Chelsea á Brúnni þegar liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Hjörtur Hjartarson fór yfir leikinn í Meistaramörkunum ásamt gestum sínum Heimi Guðjónssyni og Ólafi Helga Kristjánssyni.

Það er hægt að sjá krufningu þeirra félaga á þessum flotta fótboltaleik með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.

Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli og þetta leit vel út fyrir Chelsea-liðið þegar Fernando Torres kom liðinu yfir á móti sínu æskufélagi. Atlético jafnaði hinsvegar fyrir hálfleik og gerði nánast út um leikinn með því að komast í 2-1 eftir klukkutíma leiks.

Chelsea þurfti þá tvö mörk og svo þrjú mörk þegar Atlético bætti við þriðja markinu tólf mínútum síðar. Diego Simeone er að gera ótrúlega hluti með Atlético og leyfði sér að taka eitt Mourinho-fagn þegar þriðja markið datt inn.

Atlético Madrid og Real Madrid mætast því í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Leikvangi Ljóssins í Lissabon þann 24. maí næstkomandi.


Tengdar fréttir

Mourinho: Ein mínúta í seinni hálfleik réð öllu

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tókst ekki að koma sínum mönnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið tapaði þá 1-3 á heimavelli á móti spænska liðinu Atlético Madrid og er úr leik.

Tiago: Draumar geta ræst

Tiago átti flottan leik á miðju Atlético Madrid í kvöld þegar liðið sló Chelsea út úr Meistaradeildinni og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti nágrönnum sínum í Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×