Gerbreytt landslag í stjórnmálunum Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2014 12:35 Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýnir að nýr evrópusinnaður hægriflokkur tæki mikið fylgi af Samfylkingunni og Bjartri framríð. Gerbreytt landslag segir formaður Bjartrar framtíðar. vísir/daníel Formaður Bjartrar framtíðar segir að landslagið í íslenskum stjórnmálum hafi verið að breytast mikið frá hruni og fylgi við evrópusinnaðan hægriflokk sé til marks um það. Björt framtíð hræðist ekki stofnun slíks flokks enda hafi hún nær tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum samkvæmt könnunum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö kusu 34 prósent þeirra sem nú segja mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa evrópusinnaðan hægriflokk Samfylkinguna í síðustu kosningum og 28,6 prósent kusu Bjarta framtíð. Fimmtán komma sjö prósent segjast hins vegar hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Það er því ljóst að Samfylkingin og Björt framtíð yrðu í harðri samkeppni við kjósendur evrópusinnaðs hægriflokks. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segist fagna slíkri samkeppni. „Ég held að það sé augljóst að fólk sem er hlynnt því að skoða ESB aðild og minnsta kosti ljúka samningunum, kaus frekar Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í síðustu kosningum,“ segir Guðmundur. Því sé ekki óeðlilegt að nýr flokkur með sömu áherslur taki mögulega fylgi frá þeim tveimur flokkum sem haft hafi það á stefnuskránni að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og ganga í sambandið náist góður samningur. Það sé því ekki ólíklegt að flokkarnir höfði að hluta til sömu kjósenda. „Ég hugsa það. Fyrir mjög mörgum eru evrópumálin mjög mikilvæg og það er þá eðlilegt að þeir kjósi þá flokka sem leggja áherslu á þau,“ segir Guðmundur. Ljóst er af könnunum að ef stofnaður yrði evrópusinnaður flokkur til hægri í íslenskum stjórnmálum og hann næði að halda því fylgi sem kannanir hafa verið að sýna að undanförnu að hið pólitíska landslag yrði allt annað í næstu alþingiskosningum en það var í fyrravor. „Landslagið sakvæmt könnun sem þið voruð t.d. að birta um helgina er gjörbreytt. Landslagið hefur verið að breytast á mjög áhugaverðan hátt finnst mér, ekki bara á undanförnu ári heldur líklega alveg frá hruni. Þannig að við, samkvæmt mörgum könnunum, höfum verið að um það bil tvöfalda fylgið okkar frá kosningum. Hvað okkur varðar er það gjörbreytt landslag. Þannig að þetta eru allt mjög spennandi tímar,“ segir Guðmundur. Alþingi kemur saman næst komandi mánudag en þá eru tæpar þrjár vikur til þingloka. Ekkert samkomulag er um afgreiðslu mála, þeirra á meðal evrópumálanna. „Því miður hefur sá ósiður grafið um sig í þinginu varðandi þingstörf að það er aldrei neitt samkomulag gert fyrr en í tímaþröng alveg í lokin. Ætli það verði ekki eins nú,“ segir Guðmundur. En Björt framtíð hafi verið að reyna að beita sér fyrir því að þessum vinnubrögðum verði breytt. ESB-málið Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir að landslagið í íslenskum stjórnmálum hafi verið að breytast mikið frá hruni og fylgi við evrópusinnaðan hægriflokk sé til marks um það. Björt framtíð hræðist ekki stofnun slíks flokks enda hafi hún nær tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum samkvæmt könnunum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö kusu 34 prósent þeirra sem nú segja mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa evrópusinnaðan hægriflokk Samfylkinguna í síðustu kosningum og 28,6 prósent kusu Bjarta framtíð. Fimmtán komma sjö prósent segjast hins vegar hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Það er því ljóst að Samfylkingin og Björt framtíð yrðu í harðri samkeppni við kjósendur evrópusinnaðs hægriflokks. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segist fagna slíkri samkeppni. „Ég held að það sé augljóst að fólk sem er hlynnt því að skoða ESB aðild og minnsta kosti ljúka samningunum, kaus frekar Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í síðustu kosningum,“ segir Guðmundur. Því sé ekki óeðlilegt að nýr flokkur með sömu áherslur taki mögulega fylgi frá þeim tveimur flokkum sem haft hafi það á stefnuskránni að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og ganga í sambandið náist góður samningur. Það sé því ekki ólíklegt að flokkarnir höfði að hluta til sömu kjósenda. „Ég hugsa það. Fyrir mjög mörgum eru evrópumálin mjög mikilvæg og það er þá eðlilegt að þeir kjósi þá flokka sem leggja áherslu á þau,“ segir Guðmundur. Ljóst er af könnunum að ef stofnaður yrði evrópusinnaður flokkur til hægri í íslenskum stjórnmálum og hann næði að halda því fylgi sem kannanir hafa verið að sýna að undanförnu að hið pólitíska landslag yrði allt annað í næstu alþingiskosningum en það var í fyrravor. „Landslagið sakvæmt könnun sem þið voruð t.d. að birta um helgina er gjörbreytt. Landslagið hefur verið að breytast á mjög áhugaverðan hátt finnst mér, ekki bara á undanförnu ári heldur líklega alveg frá hruni. Þannig að við, samkvæmt mörgum könnunum, höfum verið að um það bil tvöfalda fylgið okkar frá kosningum. Hvað okkur varðar er það gjörbreytt landslag. Þannig að þetta eru allt mjög spennandi tímar,“ segir Guðmundur. Alþingi kemur saman næst komandi mánudag en þá eru tæpar þrjár vikur til þingloka. Ekkert samkomulag er um afgreiðslu mála, þeirra á meðal evrópumálanna. „Því miður hefur sá ósiður grafið um sig í þinginu varðandi þingstörf að það er aldrei neitt samkomulag gert fyrr en í tímaþröng alveg í lokin. Ætli það verði ekki eins nú,“ segir Guðmundur. En Björt framtíð hafi verið að reyna að beita sér fyrir því að þessum vinnubrögðum verði breytt.
ESB-málið Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira