Gerbreytt landslag í stjórnmálunum Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2014 12:35 Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýnir að nýr evrópusinnaður hægriflokkur tæki mikið fylgi af Samfylkingunni og Bjartri framríð. Gerbreytt landslag segir formaður Bjartrar framtíðar. vísir/daníel Formaður Bjartrar framtíðar segir að landslagið í íslenskum stjórnmálum hafi verið að breytast mikið frá hruni og fylgi við evrópusinnaðan hægriflokk sé til marks um það. Björt framtíð hræðist ekki stofnun slíks flokks enda hafi hún nær tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum samkvæmt könnunum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö kusu 34 prósent þeirra sem nú segja mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa evrópusinnaðan hægriflokk Samfylkinguna í síðustu kosningum og 28,6 prósent kusu Bjarta framtíð. Fimmtán komma sjö prósent segjast hins vegar hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Það er því ljóst að Samfylkingin og Björt framtíð yrðu í harðri samkeppni við kjósendur evrópusinnaðs hægriflokks. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segist fagna slíkri samkeppni. „Ég held að það sé augljóst að fólk sem er hlynnt því að skoða ESB aðild og minnsta kosti ljúka samningunum, kaus frekar Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í síðustu kosningum,“ segir Guðmundur. Því sé ekki óeðlilegt að nýr flokkur með sömu áherslur taki mögulega fylgi frá þeim tveimur flokkum sem haft hafi það á stefnuskránni að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og ganga í sambandið náist góður samningur. Það sé því ekki ólíklegt að flokkarnir höfði að hluta til sömu kjósenda. „Ég hugsa það. Fyrir mjög mörgum eru evrópumálin mjög mikilvæg og það er þá eðlilegt að þeir kjósi þá flokka sem leggja áherslu á þau,“ segir Guðmundur. Ljóst er af könnunum að ef stofnaður yrði evrópusinnaður flokkur til hægri í íslenskum stjórnmálum og hann næði að halda því fylgi sem kannanir hafa verið að sýna að undanförnu að hið pólitíska landslag yrði allt annað í næstu alþingiskosningum en það var í fyrravor. „Landslagið sakvæmt könnun sem þið voruð t.d. að birta um helgina er gjörbreytt. Landslagið hefur verið að breytast á mjög áhugaverðan hátt finnst mér, ekki bara á undanförnu ári heldur líklega alveg frá hruni. Þannig að við, samkvæmt mörgum könnunum, höfum verið að um það bil tvöfalda fylgið okkar frá kosningum. Hvað okkur varðar er það gjörbreytt landslag. Þannig að þetta eru allt mjög spennandi tímar,“ segir Guðmundur. Alþingi kemur saman næst komandi mánudag en þá eru tæpar þrjár vikur til þingloka. Ekkert samkomulag er um afgreiðslu mála, þeirra á meðal evrópumálanna. „Því miður hefur sá ósiður grafið um sig í þinginu varðandi þingstörf að það er aldrei neitt samkomulag gert fyrr en í tímaþröng alveg í lokin. Ætli það verði ekki eins nú,“ segir Guðmundur. En Björt framtíð hafi verið að reyna að beita sér fyrir því að þessum vinnubrögðum verði breytt. ESB-málið Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir að landslagið í íslenskum stjórnmálum hafi verið að breytast mikið frá hruni og fylgi við evrópusinnaðan hægriflokk sé til marks um það. Björt framtíð hræðist ekki stofnun slíks flokks enda hafi hún nær tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum samkvæmt könnunum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö kusu 34 prósent þeirra sem nú segja mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa evrópusinnaðan hægriflokk Samfylkinguna í síðustu kosningum og 28,6 prósent kusu Bjarta framtíð. Fimmtán komma sjö prósent segjast hins vegar hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Það er því ljóst að Samfylkingin og Björt framtíð yrðu í harðri samkeppni við kjósendur evrópusinnaðs hægriflokks. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segist fagna slíkri samkeppni. „Ég held að það sé augljóst að fólk sem er hlynnt því að skoða ESB aðild og minnsta kosti ljúka samningunum, kaus frekar Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í síðustu kosningum,“ segir Guðmundur. Því sé ekki óeðlilegt að nýr flokkur með sömu áherslur taki mögulega fylgi frá þeim tveimur flokkum sem haft hafi það á stefnuskránni að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og ganga í sambandið náist góður samningur. Það sé því ekki ólíklegt að flokkarnir höfði að hluta til sömu kjósenda. „Ég hugsa það. Fyrir mjög mörgum eru evrópumálin mjög mikilvæg og það er þá eðlilegt að þeir kjósi þá flokka sem leggja áherslu á þau,“ segir Guðmundur. Ljóst er af könnunum að ef stofnaður yrði evrópusinnaður flokkur til hægri í íslenskum stjórnmálum og hann næði að halda því fylgi sem kannanir hafa verið að sýna að undanförnu að hið pólitíska landslag yrði allt annað í næstu alþingiskosningum en það var í fyrravor. „Landslagið sakvæmt könnun sem þið voruð t.d. að birta um helgina er gjörbreytt. Landslagið hefur verið að breytast á mjög áhugaverðan hátt finnst mér, ekki bara á undanförnu ári heldur líklega alveg frá hruni. Þannig að við, samkvæmt mörgum könnunum, höfum verið að um það bil tvöfalda fylgið okkar frá kosningum. Hvað okkur varðar er það gjörbreytt landslag. Þannig að þetta eru allt mjög spennandi tímar,“ segir Guðmundur. Alþingi kemur saman næst komandi mánudag en þá eru tæpar þrjár vikur til þingloka. Ekkert samkomulag er um afgreiðslu mála, þeirra á meðal evrópumálanna. „Því miður hefur sá ósiður grafið um sig í þinginu varðandi þingstörf að það er aldrei neitt samkomulag gert fyrr en í tímaþröng alveg í lokin. Ætli það verði ekki eins nú,“ segir Guðmundur. En Björt framtíð hafi verið að reyna að beita sér fyrir því að þessum vinnubrögðum verði breytt.
ESB-málið Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira