E-Zoo haldið á ný þrátt fyrir tvö dauðsföll í fyrra 23. apríl 2014 18:00 Af hátíðinni í fyrra Skipuleggjendur Electric Zoo tónlistarhátíðarinnar sem haldin er í New York-fylki ætla að halda hátíðina í ár, þrátt fyrir að lokadegi hátíðarinnar hafi verið aflýst í fyrra vegna tveggja dauðsfalla og fleiri sjúkrahúsinnlagna sem tengdust eiturlyfjanotkun. Til þess að koma í veg fyrir að annað eins endurtaki sig mun öryggisgæsla á hátíðinni vera hert til muna, en þar verða dulbúnir öryggisverðir, hundar sem þefa uppi eiturlyf við alla innganga, og allir gestir sem kaupa miða þurfa að horfa á stutt myndbrot um hættur þess að neyta eiturlyfja. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir því að Electric Zoo verði haldið í New York að nýju,“ sögðu Mike Bindra og Laura De Palma, skipuleggjendur hátíðarinnar, í tilkynningu. „Undanfarin fimm ár hefur hátíðin vaxið og dafnað, og orðið ein af vinsælustu og viðurkenndustu alþjóðlegu tónlistarhátíðunum. Tækifærið til þess að efna til hátíðarinnar á nýjan leik er ábyrgð sem við tökum mjög alvarlega, og við hlökkum til að herða öryggisgæslu til þess að bæta reynslu þeirra sem sækja hátíðina til muna.“ Í september í fyrra, var lokadegi E-Zoo hátíðarinnar aflýst eftir að Olivia Rotondo, 20 ára, og Jeffrey Russ, 23 ára, létust vegna ofneyslu MDMA, betur þekkt sem eiturlyfið Mollý. Fjórir aðrir voru lagðir inn á spítala, 31 voru handteknir og að minnsta kosti ein kæra lá fyrir um kynferðisbrot. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Skipuleggjendur Electric Zoo tónlistarhátíðarinnar sem haldin er í New York-fylki ætla að halda hátíðina í ár, þrátt fyrir að lokadegi hátíðarinnar hafi verið aflýst í fyrra vegna tveggja dauðsfalla og fleiri sjúkrahúsinnlagna sem tengdust eiturlyfjanotkun. Til þess að koma í veg fyrir að annað eins endurtaki sig mun öryggisgæsla á hátíðinni vera hert til muna, en þar verða dulbúnir öryggisverðir, hundar sem þefa uppi eiturlyf við alla innganga, og allir gestir sem kaupa miða þurfa að horfa á stutt myndbrot um hættur þess að neyta eiturlyfja. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir því að Electric Zoo verði haldið í New York að nýju,“ sögðu Mike Bindra og Laura De Palma, skipuleggjendur hátíðarinnar, í tilkynningu. „Undanfarin fimm ár hefur hátíðin vaxið og dafnað, og orðið ein af vinsælustu og viðurkenndustu alþjóðlegu tónlistarhátíðunum. Tækifærið til þess að efna til hátíðarinnar á nýjan leik er ábyrgð sem við tökum mjög alvarlega, og við hlökkum til að herða öryggisgæslu til þess að bæta reynslu þeirra sem sækja hátíðina til muna.“ Í september í fyrra, var lokadegi E-Zoo hátíðarinnar aflýst eftir að Olivia Rotondo, 20 ára, og Jeffrey Russ, 23 ára, létust vegna ofneyslu MDMA, betur þekkt sem eiturlyfið Mollý. Fjórir aðrir voru lagðir inn á spítala, 31 voru handteknir og að minnsta kosti ein kæra lá fyrir um kynferðisbrot.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira