Jón Margeir Sverrisson bætti besta tíma heims í hans fötlunarflokki í 800 m skriðsundi á opna þýska meistaramótinu.
Jón Margeir vann tvenn gullverðlaun í gær, bæði í 200 m skriðsundi og 400 m fjórsundi.
Hann synti svo á 8:53,13 mínútum í 800 m skriðsundi í morgun sem dugði til sigurs og bætingar á óstaðfestu heimsmeti hans í greininni.
Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst undir 9 mínútur í greininni en gamla Íslandsmetið hans var 9:00,03 mínútur sem hann setti árið 2012.
Jón Margeir keppir í fötlunarflokki S14 en hefur einnig náð góðum árangri í opnum flokki í Berlín.
