„Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. apríl 2014 19:28 Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. Ghasem Mohammadi hefur verið flóttamaður í fjögur ár, en hann flúði frá Afganistan þegar hann var sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 þar sem hann sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en Ghasem hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Samkvæmt reglugerðinni er hælisleitanda vísað aftur til þess ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli. Ghasem áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið neitt síðan á mánudag, en Þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða sendi sjúkrabíl eftir honum á miðvikudagskvöld og dvaldi hann eina nótt á spítalanum þar sem hann fékk næringu í æð. Hann ætlar sér að halda hungurverkfallinu áfram þar til Útlendingastofnun eða Innanríkisráðuneytið tekur umsókn hans til efnislegrar umfjöllunar. Ghasem segir að í þá tuttugu mánuði sem hann hefur beðið eftir úrskurði um dvalarleyfi hafi engin haft afskipti af honum. Verst sé þó að geta hvorki unnið né farið í skóla. Hann er orðin örvæntingarfullur og þreyttur á biðinni og segist frekar vilja deyja hér á landi en fara aftur til Afganistans. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. Ghasem Mohammadi hefur verið flóttamaður í fjögur ár, en hann flúði frá Afganistan þegar hann var sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 þar sem hann sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en Ghasem hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Samkvæmt reglugerðinni er hælisleitanda vísað aftur til þess ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli. Ghasem áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið neitt síðan á mánudag, en Þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða sendi sjúkrabíl eftir honum á miðvikudagskvöld og dvaldi hann eina nótt á spítalanum þar sem hann fékk næringu í æð. Hann ætlar sér að halda hungurverkfallinu áfram þar til Útlendingastofnun eða Innanríkisráðuneytið tekur umsókn hans til efnislegrar umfjöllunar. Ghasem segir að í þá tuttugu mánuði sem hann hefur beðið eftir úrskurði um dvalarleyfi hafi engin haft afskipti af honum. Verst sé þó að geta hvorki unnið né farið í skóla. Hann er orðin örvæntingarfullur og þreyttur á biðinni og segist frekar vilja deyja hér á landi en fara aftur til Afganistans.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira