Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 26-27 | Oddaleikur í Eyjum Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 29. apríl 2014 11:48 Guðmundur Hólmar Helgason reynir línusendingu í baráttu við Róbert Aron Hostert. Vísir/Daníel Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í Val einu skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Valsmenn byrjuðu leikinn á því að taka Róbert Aron Hostert úr umferð og það gekk vel til að byrja með. Eyjamenn áttu erfitt með að fóta sig í sóknarleiknum og Valsmenn með ágæt tök á leiknum. Þegar þrettán mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum var staðan 7-4 fyrir Val og Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það skilaði sér heldur betur og allt annað Eyjalið kom út á völlinn. Eyjamenn fóru að sýna það sem þeir eru þekktir fyrir, baráttu. ÍBV-liðið stal boltanum ítrekað af Valsmönnum og keyrðu yfir þá í varnarleiknum. Eins og svo oft er sagt í íþróttum, þá vinnur vörn leiki og Eyjamenn sýndu það fyrstu 30 mínútur leiksins. Staðan var 13-11 fyrir ÍBV í hálfleik og þrátt fyrir allt var leikurinn galopinn. Það var allt annað að sjá til Valsmanna þegar þeir komu inn á völlinn í síðari hálfleik og voru þeir mun grimmari. Fljótlega voru heimamenn búnir að jafna metin í 16-16 eftir nokkur hraðaupphlaupsmörk en þeir hættu ekki þá og Valur komst síðan í 18-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Næstu mínútur tóku Valsmenn völdin á vellinum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 24-21 fyrir Val. Eyjamenn jöfnuðu því næst leikinn í 24-24 og háspenna lífshætta var í Vodafone-höllinni út leiktímann. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 26-24 fyrir Eyjamenn. Gestirnir að sýna hreint magnaða takta og gríðarlega baráttu. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin 26-26 þegar innan við mínútu var eftir af leiknum. Geir Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í röð. Í loka sókninni náði Agnar Smári Jónsson að fiska vítakast, réttur dómur. Maður leiksins, Theodór Sigurbjörnsson, steig á punktinn og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Honum lauk með sigri ÍBV, 27-26. Það verður því barist upp á líf og dauða á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Theódór: Vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí„Það var ekkert annað í stöðunni en að koma hingað og sækja annan leik, við vorum ekki tilbúnir í að fara í sumarfrí,“ segir Theódór Sigurbjörnsson, hetja Eyjamanna eftir leikinn í kvöld. Eyjamenn voru fjölmargir í stúkunni í kvöld og létu vel í sér heyra. „Maður varð oft á tíðum orðlaus á stemmningunni hjá okkar fólki. Það var svo gaman að horfa upp í stúku og maður fékk svo mikla orku frá okkar stuðningsfólki.“ „Það hafa allir leikirnir verið svona kaflaskiptir og það kom ekkert á óvart.“ „Nú er bara að klára þetta einvígi á fimmtudaginn á heimavelli. Við ætlum okkur í úrslit.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Ólafur: Drullusvekktur„Maður er auðvitað drullusvekktur með það að tapa,“ segir Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „Við vorum ekki alltaf að velja réttu tækifærin í sóknarleiknum en börðust allan leikinn samt sem áður.“ „Vandamálin eru alltaf þau sömu í öllum okkar leikjum en þetta snýst allt saman um að gera hlutina rétt á þessu sekúndubroti sem um ræðir.“ Eyjamenn stálu boltanum af Valsmönnum gríðarlega oft í leiknum í kvöld og var það dýrt. „Eyjamenn spila framliggjandi vörn og stela oft á tíðum boltanum. Þetta var okkur dýrt í kvöld.“ „Nú er bara að fara aftur til Eyja og vinna þar aftur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í Val einu skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Valsmenn byrjuðu leikinn á því að taka Róbert Aron Hostert úr umferð og það gekk vel til að byrja með. Eyjamenn áttu erfitt með að fóta sig í sóknarleiknum og Valsmenn með ágæt tök á leiknum. Þegar þrettán mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum var staðan 7-4 fyrir Val og Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það skilaði sér heldur betur og allt annað Eyjalið kom út á völlinn. Eyjamenn fóru að sýna það sem þeir eru þekktir fyrir, baráttu. ÍBV-liðið stal boltanum ítrekað af Valsmönnum og keyrðu yfir þá í varnarleiknum. Eins og svo oft er sagt í íþróttum, þá vinnur vörn leiki og Eyjamenn sýndu það fyrstu 30 mínútur leiksins. Staðan var 13-11 fyrir ÍBV í hálfleik og þrátt fyrir allt var leikurinn galopinn. Það var allt annað að sjá til Valsmanna þegar þeir komu inn á völlinn í síðari hálfleik og voru þeir mun grimmari. Fljótlega voru heimamenn búnir að jafna metin í 16-16 eftir nokkur hraðaupphlaupsmörk en þeir hættu ekki þá og Valur komst síðan í 18-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Næstu mínútur tóku Valsmenn völdin á vellinum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 24-21 fyrir Val. Eyjamenn jöfnuðu því næst leikinn í 24-24 og háspenna lífshætta var í Vodafone-höllinni út leiktímann. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 26-24 fyrir Eyjamenn. Gestirnir að sýna hreint magnaða takta og gríðarlega baráttu. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin 26-26 þegar innan við mínútu var eftir af leiknum. Geir Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í röð. Í loka sókninni náði Agnar Smári Jónsson að fiska vítakast, réttur dómur. Maður leiksins, Theodór Sigurbjörnsson, steig á punktinn og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Honum lauk með sigri ÍBV, 27-26. Það verður því barist upp á líf og dauða á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Theódór: Vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí„Það var ekkert annað í stöðunni en að koma hingað og sækja annan leik, við vorum ekki tilbúnir í að fara í sumarfrí,“ segir Theódór Sigurbjörnsson, hetja Eyjamanna eftir leikinn í kvöld. Eyjamenn voru fjölmargir í stúkunni í kvöld og létu vel í sér heyra. „Maður varð oft á tíðum orðlaus á stemmningunni hjá okkar fólki. Það var svo gaman að horfa upp í stúku og maður fékk svo mikla orku frá okkar stuðningsfólki.“ „Það hafa allir leikirnir verið svona kaflaskiptir og það kom ekkert á óvart.“ „Nú er bara að klára þetta einvígi á fimmtudaginn á heimavelli. Við ætlum okkur í úrslit.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Ólafur: Drullusvekktur„Maður er auðvitað drullusvekktur með það að tapa,“ segir Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „Við vorum ekki alltaf að velja réttu tækifærin í sóknarleiknum en börðust allan leikinn samt sem áður.“ „Vandamálin eru alltaf þau sömu í öllum okkar leikjum en þetta snýst allt saman um að gera hlutina rétt á þessu sekúndubroti sem um ræðir.“ Eyjamenn stálu boltanum af Valsmönnum gríðarlega oft í leiknum í kvöld og var það dýrt. „Eyjamenn spila framliggjandi vörn og stela oft á tíðum boltanum. Þetta var okkur dýrt í kvöld.“ „Nú er bara að fara aftur til Eyja og vinna þar aftur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira