Tónlist

Jón Ólafsson útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Ólafsson. bassaleikari.
Jón Ólafsson. bassaleikari. mynd/aðsend
Við setningu Blúshátíðar fyrr í dag var Jón Ólafsson bassaleikari útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur fyrir framlag sitt blústónlistarinnar á Íslandi.

Blústónlistinn hefur fylgt Jóni allan hans tónlistarferil. Hann vakti fyrst athygli sem bassaleikari Tatara, þá 16 ára gamall. Síðan hefur hann spilað með mörgum þekktustu og vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Pelican, Póker, Start og Vinum Dóra.

Jón Ólafsson kemur fram með eigin hljómsveit á Blúshátíð sem stendur fyrir þrennum stórtónleikum í dymbilvikunni, þar sem innlendir og erlendir tónlistarmenn koma fram.

Blúsfélag Reykjavíkur var stofnað 6. nóvember 2003. Tilgangur félagsins er að auka hróður blússins á Íslandi með fræðslu og tónleikahaldi.


Tengdar fréttir

Árlegur blúsdagur Blúsfélags Reykjavíkur

Í dag verður blúsað um allan Skólavörðustíginn, á árlegum blúsdegi Blúsfélags Reykjavíkur. Dagurinn markar upphaf Blúshátíðar í Reykjavík sem stendur fyrir þrennum stórtónleikum í dymbilvikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×