„Þú greipst til vopna í þeim eina tilgangi að skjóta hana til bana“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2014 10:45 Pistorius við komuna í réttarsalinn í morgun. vísir/afp Saksóknarinn Gerrie Nelfullyrti í réttarsal í Pretoríu í morgun að spretthlauparinn Oscar Pistorius hefði vopnbúist í þeim eina tilgangi að skjóta kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana. Vitnaleiðslur yfir Pistoriusi hafa staðið yfir í fimm daga og Nel þjarmaði að Pistoriusi í vitnastúkunni. Hann spurði Pistorius hvers vegna hann hefði ekki öskrað þegar hann sá Steenkamp helsærða á salerninu líkt og hann hafði gert skömmu áður. „Ég var niðurbrotinn,“ svaraði Pistorius. Þá sakaði Nel Pistorius um að hafa hringt í öryggisverði í ógáti og sagt þeim að allt væri í lagi því hann hefði ekki viljað að þeir kæmu á staðinn. „Hverjum eigum við að kenna um það að þú hafi skotið hana?,“ spurði Nel. Pistorius svaraði því á þá leið að hann hafi óttast um líf sitt. Saksóknarinn spurði þá hvort Steenkamp væri um að kenna þar sem hún sagði Pistoriusi ekki að hún ætlaði á salernið. Því neitaði Pistorius. „Eigum við þá að kenna ríkisstjórninni um? Þú hlýtur að kenna einhverjum um atvikið,“ sagði saksóknarinn þá. Pistorius ítrekaði fyrra svar. „Þú myrtir Reevu,“ fullyrti saksóknarinn. „Þín útgáfa af sögunni er ekki bara ósönn heldur einnig svo fjarstæðukennd að hún getur ekki með nokkru móti verið sönn. Hún var læst inni á baðherberginu og þú greipst til vopna í þeim eina tilgangi að skjóta hana til bana.“ Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni útsendingu hér fyrir neðan, en Pistorius sjálfur hefur stigið úr vitnastúkunni. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur. Tweets about '#Pistorius' Oscar Pistorius Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Saksóknarinn Gerrie Nelfullyrti í réttarsal í Pretoríu í morgun að spretthlauparinn Oscar Pistorius hefði vopnbúist í þeim eina tilgangi að skjóta kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana. Vitnaleiðslur yfir Pistoriusi hafa staðið yfir í fimm daga og Nel þjarmaði að Pistoriusi í vitnastúkunni. Hann spurði Pistorius hvers vegna hann hefði ekki öskrað þegar hann sá Steenkamp helsærða á salerninu líkt og hann hafði gert skömmu áður. „Ég var niðurbrotinn,“ svaraði Pistorius. Þá sakaði Nel Pistorius um að hafa hringt í öryggisverði í ógáti og sagt þeim að allt væri í lagi því hann hefði ekki viljað að þeir kæmu á staðinn. „Hverjum eigum við að kenna um það að þú hafi skotið hana?,“ spurði Nel. Pistorius svaraði því á þá leið að hann hafi óttast um líf sitt. Saksóknarinn spurði þá hvort Steenkamp væri um að kenna þar sem hún sagði Pistoriusi ekki að hún ætlaði á salernið. Því neitaði Pistorius. „Eigum við þá að kenna ríkisstjórninni um? Þú hlýtur að kenna einhverjum um atvikið,“ sagði saksóknarinn þá. Pistorius ítrekaði fyrra svar. „Þú myrtir Reevu,“ fullyrti saksóknarinn. „Þín útgáfa af sögunni er ekki bara ósönn heldur einnig svo fjarstæðukennd að hún getur ekki með nokkru móti verið sönn. Hún var læst inni á baðherberginu og þú greipst til vopna í þeim eina tilgangi að skjóta hana til bana.“ Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni útsendingu hér fyrir neðan, en Pistorius sjálfur hefur stigið úr vitnastúkunni. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur. Tweets about '#Pistorius'
Oscar Pistorius Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira