Frábær kvennabardagi á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. apríl 2014 22:45 Liz Carmouche á bakinu á Ronda Rousey Vísir/Getty Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti UFC bardagi kvenna fór fram þann 23. febrúar 2013 þegar Ronda Rousey mætti Liz Carmouche í aðalbardaga kvöldsins. Rousey sigraði eftir “armbar” í fyrstu lotu og er hún enn ríkjandi meistari í bantamvigt kvenna í UFC og ein stærsta stjarnan í MMA í dag. Tveir fyrrum andstæðingar hennar, Miesha Tate og Liz Carmouche, mætast á laugardaginn. Báðar hafa þær tapað gegn Rousey eftir “armbar” í fyrstu lotu og hefur Tate meira að segja tapað tvisvar fyrir henni, í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Liz Carmouche er fyrsti opinberlega samkynhneigði bardagamaðurinn í UFC. Hún var í bandaríska hernum í 5 ár áður en hún gerði MMA að atvinnu sinni. Upphaflega hóf hún að æfa MMA til að reyna að finna skemmtilega líkamsrækt en fann fljótt að þetta var eitthvað sem hún var góð í. Miesha Tate er ein þekktasta bardagakona heims um þessar mundir. Hún var meistarinn í bantamvigt kvenna í Strikeforce áður en Ronda Rousey tók titilinn af henni. Á sínum yngri árum æfði hún með strákaliði skólans í glímu og varð ríkismeistari í kvennaflokki. Eftir að vinkona Tate dró hana með sér á MMA æfingu átti íþróttin hug hennar allan. Þar kynntist hún einnig núverandi unnusta sínum, UFC bardagamanninum Bryan Caraway. Miesha Tate og Ronda Rousey hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í fyrsta bardaga þeirra ætlaði Tate ekki að gefast upp þegar Rousey náði henni í “armbar” og brotnaði því höndin. Þær voru svo þjálfarar andspænis hvor annarri í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem hatur þeirra á hvor annarri jókst statt og stöðugt. Þegar Rousey sigraði Tate í annað sinn í desember 2013 neitaði hún að taka í hönd Tate. Illindin milli þeirra hefðu getað endað þarna en svo virtist sem Rousey hafi ekki verið tilbúin að grafa stríðsöxina. Bardaginn er næst síðasti bardagi kvöldsins en aðrir bardagar kvöldsins eru Brad Tavares gegn Yoel Romero, Donald Cerrone gegn Edzon Barboza og aðalbardagi kvöldsins er milli Fabricio Werdum og Travis Browne.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira
Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti UFC bardagi kvenna fór fram þann 23. febrúar 2013 þegar Ronda Rousey mætti Liz Carmouche í aðalbardaga kvöldsins. Rousey sigraði eftir “armbar” í fyrstu lotu og er hún enn ríkjandi meistari í bantamvigt kvenna í UFC og ein stærsta stjarnan í MMA í dag. Tveir fyrrum andstæðingar hennar, Miesha Tate og Liz Carmouche, mætast á laugardaginn. Báðar hafa þær tapað gegn Rousey eftir “armbar” í fyrstu lotu og hefur Tate meira að segja tapað tvisvar fyrir henni, í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Liz Carmouche er fyrsti opinberlega samkynhneigði bardagamaðurinn í UFC. Hún var í bandaríska hernum í 5 ár áður en hún gerði MMA að atvinnu sinni. Upphaflega hóf hún að æfa MMA til að reyna að finna skemmtilega líkamsrækt en fann fljótt að þetta var eitthvað sem hún var góð í. Miesha Tate er ein þekktasta bardagakona heims um þessar mundir. Hún var meistarinn í bantamvigt kvenna í Strikeforce áður en Ronda Rousey tók titilinn af henni. Á sínum yngri árum æfði hún með strákaliði skólans í glímu og varð ríkismeistari í kvennaflokki. Eftir að vinkona Tate dró hana með sér á MMA æfingu átti íþróttin hug hennar allan. Þar kynntist hún einnig núverandi unnusta sínum, UFC bardagamanninum Bryan Caraway. Miesha Tate og Ronda Rousey hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í fyrsta bardaga þeirra ætlaði Tate ekki að gefast upp þegar Rousey náði henni í “armbar” og brotnaði því höndin. Þær voru svo þjálfarar andspænis hvor annarri í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem hatur þeirra á hvor annarri jókst statt og stöðugt. Þegar Rousey sigraði Tate í annað sinn í desember 2013 neitaði hún að taka í hönd Tate. Illindin milli þeirra hefðu getað endað þarna en svo virtist sem Rousey hafi ekki verið tilbúin að grafa stríðsöxina. Bardaginn er næst síðasti bardagi kvöldsins en aðrir bardagar kvöldsins eru Brad Tavares gegn Yoel Romero, Donald Cerrone gegn Edzon Barboza og aðalbardagi kvöldsins er milli Fabricio Werdum og Travis Browne.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira