AC/DC ekki hættir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2014 14:30 AC/DC á tónleikum árið 2009. vísir/afp Ástralska blúsrokksveitin AC/DC er ekki á þeim stuttbuxunum að hætta þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis, sem náði hámarki í gær. Fullyrt var að rytmagítarleikarinn Malcolm Young væri ófær um að halda áfram sökum heilablóðfalls og sveitin hefði því ákveðið að leggja upp laupana. Þessu vísar Brian Johnson, söngvari sveitarinnar, alfarið á bug í samtali við fréttastofu Telegraph. „Við ætlum að hittast í Vancouver í maí og grípa í gítarana og sjá hvort einhver lumi á lögum eða hugmyndum. Ef eitthvað gerist þá hljóðritum við það.“ Johnson staðfestir þó að einn meðlimanna hafi átt við veikindi að stríða en neitar því að hljómsveitin ætli að hætta af þeim sökum. „Ég þori ekki að spá fyrir um framtíðina og ég útiloka ekki neitt. Einn drengjanna glímir við veikindi en ég vil ekki fara nánar út í það. Hann er stoltur og vill fá að vera í friði, yndislegur náungi. Við höfum verið félagar í 35 ár og ég lít mikið upp til hans.“ Greint hefur verið frá því að hljómsveitin skipuleggi nú tónleikaferðalag í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli hennar en Johnson segir óvissu ríkja um þær fyrirætlanir. „Það væri dásamleg leið til að kveðja og við myndum gjarnan vilja gera það, en þetta er allt í lausu lofti núna.“ AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni. Hvert er þitt uppáhaldslag með AC/DC?Uppfært: Sveitin greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að Malcolm Young hefði sagt skilið við sveitina, að minnsta kosti tímabundið. Hljómsveitin myndi þrátt fyrir það halda áfram störfum. Post by AC/DC. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ástralska blúsrokksveitin AC/DC er ekki á þeim stuttbuxunum að hætta þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis, sem náði hámarki í gær. Fullyrt var að rytmagítarleikarinn Malcolm Young væri ófær um að halda áfram sökum heilablóðfalls og sveitin hefði því ákveðið að leggja upp laupana. Þessu vísar Brian Johnson, söngvari sveitarinnar, alfarið á bug í samtali við fréttastofu Telegraph. „Við ætlum að hittast í Vancouver í maí og grípa í gítarana og sjá hvort einhver lumi á lögum eða hugmyndum. Ef eitthvað gerist þá hljóðritum við það.“ Johnson staðfestir þó að einn meðlimanna hafi átt við veikindi að stríða en neitar því að hljómsveitin ætli að hætta af þeim sökum. „Ég þori ekki að spá fyrir um framtíðina og ég útiloka ekki neitt. Einn drengjanna glímir við veikindi en ég vil ekki fara nánar út í það. Hann er stoltur og vill fá að vera í friði, yndislegur náungi. Við höfum verið félagar í 35 ár og ég lít mikið upp til hans.“ Greint hefur verið frá því að hljómsveitin skipuleggi nú tónleikaferðalag í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli hennar en Johnson segir óvissu ríkja um þær fyrirætlanir. „Það væri dásamleg leið til að kveðja og við myndum gjarnan vilja gera það, en þetta er allt í lausu lofti núna.“ AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni. Hvert er þitt uppáhaldslag með AC/DC?Uppfært: Sveitin greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að Malcolm Young hefði sagt skilið við sveitina, að minnsta kosti tímabundið. Hljómsveitin myndi þrátt fyrir það halda áfram störfum. Post by AC/DC.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira