Fótbolti

Sara Björk skoraði í stórsigri Rosengård

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði meistara Rosengård.
Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði meistara Rosengård. Vísir/Valli
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði meistara FC Rosengård (sem áður hét Ldb Malmö), skoraði eitt marka liðsins í 7-1 heimasigri gegn Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Anja Mittag skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Rosengård á 19. mínútu og AlexandraRiley annað markið sjö mínútum síðar og staðan í hálfleik, 2-0.

Sara Björk kom sér á blað með marki á 63. mínútu þegar hún kom Rosengård í 3-0 en Þóra B. Helgadóttir fékk á sig fyrsta markið á tímabilinu á 72. mínútu þegar gestirnir minnkuðu muninn, 3-1.

En þá var komið að hinni mögnuðu RamonuBachman frá Sviss sem fór ansi illa með íslenska landsliðið í undankeppni EM hér á Laugardalsvellinum síðasta haust.

Þessi frábæri framherji skoraði tvö mörk á tveimur mínútum (81. og 83.) og gékk endanlega frá leiknum fyrir meistarana.

Markaveislunni var þó ekki lokið því Nathalie Person bætti við marki á 90. mínútu og í uppbótartíma skoraði Sarah Mellouk sjöunda markið. Lokatölur, 7-1.

Rosengård er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni með markatölunni 11-1 og virðist afar líklegt til að verja titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×