Viðmiðum Kyoto náð en vistsporið risastórt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. apríl 2014 14:49 Umhverfisstofnun leggur nú lokahönd á árlega skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Þrátt fyrir að vera tæpum 30% yfir viðmiði Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síðasta aldarfjórðungi hefur útblástur frá stóriðju aukist um 116%. Von er á skýrslunni á allra næstu dögum en hún verður sem fyrr send á loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Í þessum tölum, sem ná frá árinu 1990 til 2012, fæst svar við því hvort að Íslendingar uppfylli ákvæði rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar og þau markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi samningur er betur þekktur sem Kyoto-bókunin. Endanlegt markmið er að draga úr losun um 50% til 75% fyrir árið 2050, þar sem viðmiðunarárið er 1990. Það ár nam heildarlosun þessara efna rúmlega 3.500 þúsund tonnum. Sérstök áhersla er lögð á sex lofttegundir: Koltvísýring (CO2), Metan (CH4), Tvíköfnunarefnisoxíð (N2O), brennisteins- hexaflúor (SF6), perflúoruð efni (PFC) og vetnisflúorkolefni (HFC). Nýjustu mælingar sýna að heildarútblástur var tæplega 4.500 tonn árið 2012. Þetta er aukning um 26% sé miðað við útblástur árið 1990. Koltvísýringur er langstærsti þátturinn í heildarútblæstri. Ísland er eitt af örfáum löndum sem mega losa svo hlutfallslega mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ástæðan fyrir þessu er sú að stök verkefni, á borð við stóriðju, geta haft verulega hlutfallsleg áhrif á heildarlosun landsins. Samkvæmt hinu íslenska ákvæði í Kyoto-bókuninni þarf Ísland ekki að telja með útblástur frá nýjum verkefnum í stóriðju. Þessi útblástur er 60% af heildarlosun árið 2012. Þegar losunin er flokkuð eftir mismunandi þáttum eða geirum kemur í ljós að orkugeirinn og iðnaðarferlar, sem taka til stóriðju, eru áberandi. Útblástur frá stóriðju og iðnaðarferlum jókst um tæp 5% milli áranna 2011 og 2012 en um rúmlega 116% frá árinu 1990. Iðnaðarferlar voru 25% af heildarlosun Íslands árið 1990 en eru nú 42%. Vægi orkugeirans í heildarútblæstri hefur minnkað, eða úr 50% í 38%. Þrátt fyrir þessa stöðu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eru ákvæði Kyoto ekki brotin. Í raun hefur ákveðin stöðuleiki náðst milli ára. Þó svo að þessar tölur séu ógnvekjandi þá er Ísland ekki að brjóta samningsákvæði sín. Sú staðreynd blasir þó við að Ísland er nú stórveldi þegar kemur að útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ef jarðarbúar myndu haga sér eins og Íslendingar þyrftu sex jarðir til að standa undir neyslunni.Daði Már Kristófersson dósent í náttúruauðlindahagfræði við HÍ.VÍSIR/HÍ„Það verður að segjast eins og er að útblástur hér er mjög mikill. Það er oft talað um það að Íslendingar noti mikið af endurnýjanlegri orku og það er alveg rétt. En við engu að síður notum við gríðarlega mikið af orku,“ segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur. „Tilfellið er nú það að vistspor Íslands er ansi stórt.“ Daði Már bendir á að veruleg en jafnframt ódýr tækifæri séu til staðar til að draga úr þessari losun. „Það að koma á langtíma pólitískum vilja krefst alþjóðlegrar samstöðu og eins og staðan er í dag þá er nú frekar ósennilegt að sú samstaða sé að vakna. Loftslagsmál Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur nú lokahönd á árlega skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Þrátt fyrir að vera tæpum 30% yfir viðmiði Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síðasta aldarfjórðungi hefur útblástur frá stóriðju aukist um 116%. Von er á skýrslunni á allra næstu dögum en hún verður sem fyrr send á loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Í þessum tölum, sem ná frá árinu 1990 til 2012, fæst svar við því hvort að Íslendingar uppfylli ákvæði rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar og þau markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi samningur er betur þekktur sem Kyoto-bókunin. Endanlegt markmið er að draga úr losun um 50% til 75% fyrir árið 2050, þar sem viðmiðunarárið er 1990. Það ár nam heildarlosun þessara efna rúmlega 3.500 þúsund tonnum. Sérstök áhersla er lögð á sex lofttegundir: Koltvísýring (CO2), Metan (CH4), Tvíköfnunarefnisoxíð (N2O), brennisteins- hexaflúor (SF6), perflúoruð efni (PFC) og vetnisflúorkolefni (HFC). Nýjustu mælingar sýna að heildarútblástur var tæplega 4.500 tonn árið 2012. Þetta er aukning um 26% sé miðað við útblástur árið 1990. Koltvísýringur er langstærsti þátturinn í heildarútblæstri. Ísland er eitt af örfáum löndum sem mega losa svo hlutfallslega mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ástæðan fyrir þessu er sú að stök verkefni, á borð við stóriðju, geta haft verulega hlutfallsleg áhrif á heildarlosun landsins. Samkvæmt hinu íslenska ákvæði í Kyoto-bókuninni þarf Ísland ekki að telja með útblástur frá nýjum verkefnum í stóriðju. Þessi útblástur er 60% af heildarlosun árið 2012. Þegar losunin er flokkuð eftir mismunandi þáttum eða geirum kemur í ljós að orkugeirinn og iðnaðarferlar, sem taka til stóriðju, eru áberandi. Útblástur frá stóriðju og iðnaðarferlum jókst um tæp 5% milli áranna 2011 og 2012 en um rúmlega 116% frá árinu 1990. Iðnaðarferlar voru 25% af heildarlosun Íslands árið 1990 en eru nú 42%. Vægi orkugeirans í heildarútblæstri hefur minnkað, eða úr 50% í 38%. Þrátt fyrir þessa stöðu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eru ákvæði Kyoto ekki brotin. Í raun hefur ákveðin stöðuleiki náðst milli ára. Þó svo að þessar tölur séu ógnvekjandi þá er Ísland ekki að brjóta samningsákvæði sín. Sú staðreynd blasir þó við að Ísland er nú stórveldi þegar kemur að útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ef jarðarbúar myndu haga sér eins og Íslendingar þyrftu sex jarðir til að standa undir neyslunni.Daði Már Kristófersson dósent í náttúruauðlindahagfræði við HÍ.VÍSIR/HÍ„Það verður að segjast eins og er að útblástur hér er mjög mikill. Það er oft talað um það að Íslendingar noti mikið af endurnýjanlegri orku og það er alveg rétt. En við engu að síður notum við gríðarlega mikið af orku,“ segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur. „Tilfellið er nú það að vistspor Íslands er ansi stórt.“ Daði Már bendir á að veruleg en jafnframt ódýr tækifæri séu til staðar til að draga úr þessari losun. „Það að koma á langtíma pólitískum vilja krefst alþjóðlegrar samstöðu og eins og staðan er í dag þá er nú frekar ósennilegt að sú samstaða sé að vakna.
Loftslagsmál Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira