Slakur kafli í fyrri hálfleik reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur í 25-21 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni U-20 Heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið lenti níu mörkum undir í fyrri hálfleik en náði að laga stöðuna í seinni hálfleik.
Sóknarleikur liðanna var lengi af stað og kom fyrsta íslenska markið ekki fyrr en eftir tæplega níu mínútur mínútur þegar íslenska liðið minnkaði muninn í 2-1. Þá tók við slæmur kafli hjá íslenska liðinu sem bætti ekki við öðru marki fyrr 8 mínútum seinna.
Rúmneska liðið einfaldlega setti í lás í fyrri hálfleik og virtust ætla að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Mest fór munurinn upp í níu mörk en íslenska liðið náði að minnka muninn niður í sex mörk rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Íslenska liðið barðist hetjulega og náði að minnka muninn niður í þrjú mörk í seinni hálfleik en lengra komust þær ekki og vann rúmneska liðið að lokum nokkuð öruggan sigur. Íslenska liðið mætir Slóveníu á sunnudaginn í lokaleik riðilsins.
Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamest í liði íslenska liðsins með 6 mörk en í markinu varði Ágústa Magnúsdóttir 13 skot.
Íslensku stelpurnar töpuðu gegn Rúmeníu
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn




„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

