Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Hjörtur Hjartarson skrifar 19. apríl 2014 19:30 Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna Ágústsson vel til þess fallinn að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sæti listans segist hins vegar betri kostur í oddvitasætið. Leit hefur staðið að nýjum oddvita síðan Óskar Bergsson vék úr sæti fyrir nokkrum vikum. Landbúnaðarráðherrann fyrrverandi, Guðni Ágústsson þykir líklegur kandídat þó fleiri hafi verið nefndir til sögunnar. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna góðan kost fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Ég held að það yrði mikill styrkur fyrir Framsóknarflokkinn ef Guðni Ágústsson gefur kost á sér. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málum og hann hefur mikla reynslu sem ég held að muni nýtast flokknum mjög vel“, segir Karl.Guðrún Bryndís KarlsdóttirGuðrún Bryndís Karlsdóttir skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Forystumenn í flokknum hafa ekki komið að máli við hana um að leiða listann. Sjálf telur hún sig betri kost en Guðna. „Já, persónulega finnst mér það en síðan er það kjörstjórnin sem velur þann sem þeim þykir bestur. Ég hef raunverulega þekkingu á skipulagi borga og öllum þessum grunnstoðum borgarkerfisins. Það er því spurning hvort menn séu að sækjast eftir raunverulegri faglegri þekkingu á borgarmálum eða er verið að sækjast eftir pólitík í borgarmál,“ segir Guðrún Bryndís. Karl segir að Guðrún Bryndís sé mörgum kostum gædd og ekki ætti að útiloka þann möguleika að hún leiði listann í komandi kosningum. „Hún er mjög öflugur kostur fyrir flokkinn líka. Hún hefur mikla þekkingu á ýmsum málum, til að mynda á skipulagsmálum sem myndi nýtast flokknum mjög vel í borgarstjórn“, segir Karl. „En væri þá ekki eðlilegast að færa Guðrúnu upp og hafa þar með sterka konu í fyrsta sæti listans?“ „Ef þú ýtir listanum upp, mun það breyta einhverju varðandi fylgi flokksins? Ég er ekkert viss um það. Ef þú ætlar að fara hina leiðina, að stokka upp, þá geturðu það ekki nema vera með sterka kandídata í fyrstu sætið. Þannig að þetta er mjög erfið staða sem flokkurinn er í“, segir Karl. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna Ágústsson vel til þess fallinn að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sæti listans segist hins vegar betri kostur í oddvitasætið. Leit hefur staðið að nýjum oddvita síðan Óskar Bergsson vék úr sæti fyrir nokkrum vikum. Landbúnaðarráðherrann fyrrverandi, Guðni Ágústsson þykir líklegur kandídat þó fleiri hafi verið nefndir til sögunnar. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna góðan kost fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Ég held að það yrði mikill styrkur fyrir Framsóknarflokkinn ef Guðni Ágústsson gefur kost á sér. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málum og hann hefur mikla reynslu sem ég held að muni nýtast flokknum mjög vel“, segir Karl.Guðrún Bryndís KarlsdóttirGuðrún Bryndís Karlsdóttir skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Forystumenn í flokknum hafa ekki komið að máli við hana um að leiða listann. Sjálf telur hún sig betri kost en Guðna. „Já, persónulega finnst mér það en síðan er það kjörstjórnin sem velur þann sem þeim þykir bestur. Ég hef raunverulega þekkingu á skipulagi borga og öllum þessum grunnstoðum borgarkerfisins. Það er því spurning hvort menn séu að sækjast eftir raunverulegri faglegri þekkingu á borgarmálum eða er verið að sækjast eftir pólitík í borgarmál,“ segir Guðrún Bryndís. Karl segir að Guðrún Bryndís sé mörgum kostum gædd og ekki ætti að útiloka þann möguleika að hún leiði listann í komandi kosningum. „Hún er mjög öflugur kostur fyrir flokkinn líka. Hún hefur mikla þekkingu á ýmsum málum, til að mynda á skipulagsmálum sem myndi nýtast flokknum mjög vel í borgarstjórn“, segir Karl. „En væri þá ekki eðlilegast að færa Guðrúnu upp og hafa þar með sterka konu í fyrsta sæti listans?“ „Ef þú ýtir listanum upp, mun það breyta einhverju varðandi fylgi flokksins? Ég er ekkert viss um það. Ef þú ætlar að fara hina leiðina, að stokka upp, þá geturðu það ekki nema vera með sterka kandídata í fyrstu sætið. Þannig að þetta er mjög erfið staða sem flokkurinn er í“, segir Karl.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira