Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2014 21:15 Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. Í þættinum „Um land allt” í kvöld fjallaði hann um fjárfestingar sínar í bænum en brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Uppbygging skíðasvæðis er hluti af verkefnum sem Róbert kostar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Við sögðum í gær frá veitingastöðum og nýju hóteli sem Róbert er og hefur verið að byggja. Hann leggur jafnframt verulega fjármuni í afþreyingu eins og skíðasvæði Siglfirðinga og nýjan golfvöll. Spurður um hversu mikið hann sé að fjárfesta í ferðaþjónustu á Siglufirði svarar Róbert að það séu samtals um 2.300 milljónir króna. Róbert er að einnig að byggja upp líftæknifyrirtækið Genís með öðrum en það vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, eins og beinfyllingarefnis. Frá árinu 2005 segir hann að búið sé leggja um 940 milljónir króna í Genís. Þá hefur Róbert verið stórtækur í fasteignakaupum á Siglufirði og keypti nýlega gömlu síldarverksmiðjurnar. Hann kannar nú þann möguleika að nýta hluta húsnæðisins undir klóríð-alkalí verksmiðju, sem framleiðir sóta, sýru og klór; efni sem þarf vegna líftækniframleiðslu Genís.Litríku húsin næst, sem og stóru mannvirkin fjær, eru nú í eigu Róberts Guðfinnssonar.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Róbert heyrir það reglulega að hann sé bara að skila til baka kvótagróðanum úr Þormóði ramma en hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir tæpum áratug. Hann svarar því til að hann hafi farið með 114 milljónir króna úr Ramma en segir það duga skammt í það sem hann sé að gera núna á Siglufirði. Róbert greindi nánar frá verkefnum sínum í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Haldið verður áfram að fjalla um Róbert og Siglufjörð í næsta þætti eftir viku. Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. Í þættinum „Um land allt” í kvöld fjallaði hann um fjárfestingar sínar í bænum en brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Uppbygging skíðasvæðis er hluti af verkefnum sem Róbert kostar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Við sögðum í gær frá veitingastöðum og nýju hóteli sem Róbert er og hefur verið að byggja. Hann leggur jafnframt verulega fjármuni í afþreyingu eins og skíðasvæði Siglfirðinga og nýjan golfvöll. Spurður um hversu mikið hann sé að fjárfesta í ferðaþjónustu á Siglufirði svarar Róbert að það séu samtals um 2.300 milljónir króna. Róbert er að einnig að byggja upp líftæknifyrirtækið Genís með öðrum en það vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, eins og beinfyllingarefnis. Frá árinu 2005 segir hann að búið sé leggja um 940 milljónir króna í Genís. Þá hefur Róbert verið stórtækur í fasteignakaupum á Siglufirði og keypti nýlega gömlu síldarverksmiðjurnar. Hann kannar nú þann möguleika að nýta hluta húsnæðisins undir klóríð-alkalí verksmiðju, sem framleiðir sóta, sýru og klór; efni sem þarf vegna líftækniframleiðslu Genís.Litríku húsin næst, sem og stóru mannvirkin fjær, eru nú í eigu Róberts Guðfinnssonar.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Róbert heyrir það reglulega að hann sé bara að skila til baka kvótagróðanum úr Þormóði ramma en hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir tæpum áratug. Hann svarar því til að hann hafi farið með 114 milljónir króna úr Ramma en segir það duga skammt í það sem hann sé að gera núna á Siglufirði. Róbert greindi nánar frá verkefnum sínum í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Haldið verður áfram að fjalla um Róbert og Siglufjörð í næsta þætti eftir viku.
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00