Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2014 19:00 Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. Þeir sem horfa á milljarða fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði þessi misserin spyrja sig: Hvaðan fær maðurinn alla þessa peninga? Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar Róbert þessari spurningu; hann segir að nánast allt sé hagnaður af verkefnum erlendis. „Við vorum í uppsjávarfiski, veiðum og vinnslu í Mexíkó. Við vorum í laxeldi í Chile. Við vorum í túnfiskeldi í Mexíkó. Og svo vorum við með aðrar fjárfestingar fyrir utan þetta erlendis. Og verðum við ekki bara að segja það að okkur hafi bara gengið vel,” segir Róbert. Hann segist þó hafa tapað á sumu en grætt vel á öðru, einkum túnfiskeldinu, en það fer þannig fram að ungur fiskur er veiddur í net en síðan fluttur lifandi í eldiskvíar þar sem hann er alinn upp í sláturstærð.Hagnaður af túnfiskinum árið 2010 var eins og að detta í lukkupottinn, segir Róbert.„Við vorum einstaklega heppnir árið 2010, gerðum eina bestu vertíð í sögu túnfiskveiða, á bláuggatúnfiski í Mexíkó, og seldum okkur þá út úr fyrirtækinu. Það var eins og hálfgerður lukkupottur.” -Er þetta þá túnfiskgróðinn? „Nei, þetta er meira uppsöfnuð verkefni í gegnum árin. sem er eiginlega verið bara að selja til þess að afraksturinn af þessum árangri í gegnum árin lendi hér norður undir heimskautsbaug, á Siglufirði.” Í þættinum „Um land allt”, sem sýndur verður á Stöð 2 klukkan 19.20 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, skýrir Róbert frá því hversvegna hann flutti óvænt frá Íslandi fyrir tíu árum eftir að hafa gert hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands. Einnig verður rætt við fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem bærinn er nú að ganga í gegnum. Þetta verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér. Fiskeldi Fjallabyggð Mexíkó Um land allt Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. Þeir sem horfa á milljarða fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði þessi misserin spyrja sig: Hvaðan fær maðurinn alla þessa peninga? Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar Róbert þessari spurningu; hann segir að nánast allt sé hagnaður af verkefnum erlendis. „Við vorum í uppsjávarfiski, veiðum og vinnslu í Mexíkó. Við vorum í laxeldi í Chile. Við vorum í túnfiskeldi í Mexíkó. Og svo vorum við með aðrar fjárfestingar fyrir utan þetta erlendis. Og verðum við ekki bara að segja það að okkur hafi bara gengið vel,” segir Róbert. Hann segist þó hafa tapað á sumu en grætt vel á öðru, einkum túnfiskeldinu, en það fer þannig fram að ungur fiskur er veiddur í net en síðan fluttur lifandi í eldiskvíar þar sem hann er alinn upp í sláturstærð.Hagnaður af túnfiskinum árið 2010 var eins og að detta í lukkupottinn, segir Róbert.„Við vorum einstaklega heppnir árið 2010, gerðum eina bestu vertíð í sögu túnfiskveiða, á bláuggatúnfiski í Mexíkó, og seldum okkur þá út úr fyrirtækinu. Það var eins og hálfgerður lukkupottur.” -Er þetta þá túnfiskgróðinn? „Nei, þetta er meira uppsöfnuð verkefni í gegnum árin. sem er eiginlega verið bara að selja til þess að afraksturinn af þessum árangri í gegnum árin lendi hér norður undir heimskautsbaug, á Siglufirði.” Í þættinum „Um land allt”, sem sýndur verður á Stöð 2 klukkan 19.20 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, skýrir Róbert frá því hversvegna hann flutti óvænt frá Íslandi fyrir tíu árum eftir að hafa gert hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands. Einnig verður rætt við fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem bærinn er nú að ganga í gegnum. Þetta verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér.
Fiskeldi Fjallabyggð Mexíkó Um land allt Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00