

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segist ekki vongóð um að samningar takist í kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins um helgina.
Ákveðið hefur verið í nokkrum sveitarfélögum að framhaldsskólanemar fái frítt í sund á meðan á verkfalli kennara þeirra stendur. Þetta á meðal annars við um Reykjavík, Kópavog, Akureyri og Mosfellsbæ.
Heldur hefur miðað í samkomulagsátt í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins á samningafundum sem staðið hafa alla helgina.
Þriðja vika verkfalls framhaldsskólakennara er hafin. Nemendur og kennarar sem eru í verkfalli geta búið sig undir að sitja heima næstu daga.
Engar upplýsingar um gang kjaraviðræðna fást en verkfall hefur nú staðið yfir í tvær vikur. Kennarar fá ekki að vita hvaða tilboð hafa borist frá ríkinu en treysta því að samninganefnd sé að vinna að þeirra hag.
Borgarráð samþykkti í dag að fela Velferðasviði Reykjavíkurborgar að útvega fötluðum framhaldsskólanemum aukna þjónustu á skólatíma á meðan verkfalli stendur.
Á morgun hefur verkfall framhaldsskólakennara staðið yfir í tvær vikur. Samningafundir hafa staðið yfir alla helgina og hófust aftur klukkan tíu í húsakynnum ríkissáttasemjara.