Sýnir töfrabrögð frekar en að gera ekkert Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 31. mars 2014 12:00 "Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Ég er búinn að vera að sýna á fullu. Alltaf þegar ég hef tíma þá sýni ég töfrabrögð frekar en að gera ekkert,“ segir Hermann Helenuson, 13 ára töframaður úr Kópavogi. Hermann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd er á Stöð 2. Hermann er kominn í undanúrslit í keppninni. Hann skráði sig í keppnina í von um að vinna fyrsta sætið og hljóta 10 milljónir í verðlaun. Þann pening ætlar hann að nota til þess að styrkja systur sína, Karenu, til þess að komast í aðgerð til að laga hryggskekkju sem hún hefur verið með síðustu fjögur ár. Föstudaginn 16. maí næstkomandi ætlar Hermann að standa fyrir fjölskyldusýningu í Salnum i Kópavogi. Sýningin er liður í því að safna fé svo Karen systir hans komist í aðgerð.Liggur fyrir heilu dagana vegna verkja Karen er á átjánda ári og að sögn móður þeirra systkina, Helenu Levísdóttur, hefur hryggskekkjan mikil áhrif á líf og líðan Karenar. Hryggskekkjuna fékk hún þegar hún var 14 ára og með aðgerð er hægt að bæta líf hennar talsvert. Bakið yrði rétt og þannig hægt er að minnka skekkjuna verulega. Hryggskekkjan hefur þannig áhrif á Karenu að stundum verður hún að liggja fyrir heilu dagana vegna verkja. Verið er að funda um mál Karenar og í vikunni kemur í ljós hvort hún fái viðtal og skoðun hjá lækni í Svíþjóð sem framkvæmir aðgerð þá sem Karen þarf á að halda. Helena telur líklegt að hún komist í aðgerðina. „Ef þeir vilja ekki gera þetta hérna heima mun ég að berjast fyrir því að hún komist út í aðgerðina. Það er ekki hægt að horfa upp hana kveljast svona mikið,“ segir hún. Aðgerðin kostar um 8 milljónir króna. „Síðan í janúar hef ég safnað 200 þúsund krónum og það hefur allt farið inn á styrktarreikninginn,“ segir Hermann. Töframaðurinn Einar Mikael er lærifaðir Hermanns. „Hann hefur kennt allt sem ég kann og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir Hermann. Hermann segist vilja gera allt til þess að systur sinni líði betur. Sýningin í maí er hluti af því. "Miðasala hefst á miðvikudaginn á vefsíðunni midi.is," segir Hermann sem vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta.Segir bróður sinn þann besta „Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Mér finnst þetta bara æði. Hann fann þetta upp hjá sjálfum sér að byrja að safna. Hann kom bara einn daginn og sagðist ætla að safna fyrir mig og hann hefur svo heldur betur staðið við það,“ segir hún. Karen er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og eins og aðrir framhaldsskólanemendur er hún í verkfalli um þessar mundir. Hún er dugleg að mæta í skólann, bæði til að læra og hitta félagana. „Vinahópurinn mætir upp í skóla til að hittast og hjálpast að. Það er betra en að hanga heima og gera ekki neitt,“ segir hún. Hér að neðan má sjá myndband af Hermanni sýna listir sínar í Ísland Got Talent fyrr í vetur: Ísland Got Talent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Ég er búinn að vera að sýna á fullu. Alltaf þegar ég hef tíma þá sýni ég töfrabrögð frekar en að gera ekkert,“ segir Hermann Helenuson, 13 ára töframaður úr Kópavogi. Hermann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd er á Stöð 2. Hermann er kominn í undanúrslit í keppninni. Hann skráði sig í keppnina í von um að vinna fyrsta sætið og hljóta 10 milljónir í verðlaun. Þann pening ætlar hann að nota til þess að styrkja systur sína, Karenu, til þess að komast í aðgerð til að laga hryggskekkju sem hún hefur verið með síðustu fjögur ár. Föstudaginn 16. maí næstkomandi ætlar Hermann að standa fyrir fjölskyldusýningu í Salnum i Kópavogi. Sýningin er liður í því að safna fé svo Karen systir hans komist í aðgerð.Liggur fyrir heilu dagana vegna verkja Karen er á átjánda ári og að sögn móður þeirra systkina, Helenu Levísdóttur, hefur hryggskekkjan mikil áhrif á líf og líðan Karenar. Hryggskekkjuna fékk hún þegar hún var 14 ára og með aðgerð er hægt að bæta líf hennar talsvert. Bakið yrði rétt og þannig hægt er að minnka skekkjuna verulega. Hryggskekkjan hefur þannig áhrif á Karenu að stundum verður hún að liggja fyrir heilu dagana vegna verkja. Verið er að funda um mál Karenar og í vikunni kemur í ljós hvort hún fái viðtal og skoðun hjá lækni í Svíþjóð sem framkvæmir aðgerð þá sem Karen þarf á að halda. Helena telur líklegt að hún komist í aðgerðina. „Ef þeir vilja ekki gera þetta hérna heima mun ég að berjast fyrir því að hún komist út í aðgerðina. Það er ekki hægt að horfa upp hana kveljast svona mikið,“ segir hún. Aðgerðin kostar um 8 milljónir króna. „Síðan í janúar hef ég safnað 200 þúsund krónum og það hefur allt farið inn á styrktarreikninginn,“ segir Hermann. Töframaðurinn Einar Mikael er lærifaðir Hermanns. „Hann hefur kennt allt sem ég kann og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir Hermann. Hermann segist vilja gera allt til þess að systur sinni líði betur. Sýningin í maí er hluti af því. "Miðasala hefst á miðvikudaginn á vefsíðunni midi.is," segir Hermann sem vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta.Segir bróður sinn þann besta „Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Mér finnst þetta bara æði. Hann fann þetta upp hjá sjálfum sér að byrja að safna. Hann kom bara einn daginn og sagðist ætla að safna fyrir mig og hann hefur svo heldur betur staðið við það,“ segir hún. Karen er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og eins og aðrir framhaldsskólanemendur er hún í verkfalli um þessar mundir. Hún er dugleg að mæta í skólann, bæði til að læra og hitta félagana. „Vinahópurinn mætir upp í skóla til að hittast og hjálpast að. Það er betra en að hanga heima og gera ekki neitt,“ segir hún. Hér að neðan má sjá myndband af Hermanni sýna listir sínar í Ísland Got Talent fyrr í vetur:
Ísland Got Talent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent