Innlent

Brýnt að tryggja frið í samskiptum Úkraínu og Rússlands

Á fundi með starfandi utanríkisráðherra staðfesti Gunnar Bragi að Ísland hygðist taka þátt í eftirlitsveit ÖSE í Úkraínu sem verið er að setja á laggirnar.
Á fundi með starfandi utanríkisráðherra staðfesti Gunnar Bragi að Ísland hygðist taka þátt í eftirlitsveit ÖSE í Úkraínu sem verið er að setja á laggirnar. vísir/valli
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir brýnt að tryggja frið í samskiptum Úkraínu og Rússlands og að sátt ríki um umbætur í Úkraínu en miklar og sársaukafullar endurbætur á efnahags- og stjórnkerfi landsins séu óumflýjanlegar.

Í dag lauk heimsókn hans til höfuðborgar landsins, Kænugarðs þar sem hann átti fundi með ráðamönnum, fulltrúum frjálsra félagasamtaka og starfsmönnum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).

Þá kom hann á Sjálfstæðistorgið þar sem um 100 manns féllu í mótmælum í síðasta mánuði. Á fundi með Andrii Deshchytsia, starfandi utanríkisráðherra Úkraínu, staðfesti Gunnar Bragi að Ísland hygðist taka þátt í eftirlitsveit ÖSE í Úkraínu sem verið er að setja á laggirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×