Reykjavík með slökkt ljós í tilefni Jarðarstundar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 27. mars 2014 13:02 Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt. VÍSIR/AFP/REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg mun ekki kveikja götuljós borgarinnar fyrr en klukkan 21.30 næstkomandi laugardagskvöld í tilefni Jarðarstundar (e. Earth Hour). Stundin hefst í Nýja Sjáandi á staðartíma klukkan 20.30 á laugardaginn og breiðist síðan út yfir tímabelti jarðarkringlunnar. Jarðarstundin stendur því yfir frá klukkan 20:30 til 21:30 hér á landi. Jarðarstund er alþjóðlegur umhverfisviðburður sjálfboðaliðasamtakanna World Wildlife Fund. 7 þúsund borgir í 150 löndum munu taka þátt í viðburðinum. „Margir hafa hugann við hlýnun jarðar af mannavöldum og þau áhrif sem meðal annars birtast í náttúruhamförum eins og ofsaveðri,“ segir á vef borgarinnar. Margar borgir taka þátt í viðburðinum með því að slökkva ljós sem lýsa upp frægar byggingar. Í París verður slökkt á ljósunum sem lýsa upp Eiffel turninn og slökkt verður á ljósunum sem lýsa upp Óperuhúsið í Sydney.Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn Kóngulóarmaðurinn hefur gengið til liðs Jarðarstundasamtökin sem einskonar alþjóðlegur sendiherra samtakanna í ár. Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt.Hvatning fyrir hvern og einn að huga að eigin umgengniReykjavíkborg hvetur alla sem hafa forræði yfir upplýstum byggingum í borginni til að slökkva á lýsingunni þessa klukkustund sem Jarðarstundin er. Ráðhúsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og aðalbygging Háskóla Íslands eru meðal þeirra bygginga sem þegar hefur verið ákveðið að slökkva á lýsingu á. Reykjavíkurborg bendir á að þetta sé kjörið tækifæri fyrir hverfi borgarinnar til að leggja málefninu lið. Hvetur borgin fjölskyldur til að taka þátt með því að ræða saman við kertaljós um hvernig hver og einn geti lagt Jörðinni lið með breyttri hegðun. Til dæmis með breyttum samgönguvenjum og bættri flokkun við endurvinnslu. Einnig hvernig draga megi úr notkun umbúða og auka sparneytni í orkumálum. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndbönd fyrir Jarðarstundina á laugardaginn. Loftslagsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Reykjavíkurborg mun ekki kveikja götuljós borgarinnar fyrr en klukkan 21.30 næstkomandi laugardagskvöld í tilefni Jarðarstundar (e. Earth Hour). Stundin hefst í Nýja Sjáandi á staðartíma klukkan 20.30 á laugardaginn og breiðist síðan út yfir tímabelti jarðarkringlunnar. Jarðarstundin stendur því yfir frá klukkan 20:30 til 21:30 hér á landi. Jarðarstund er alþjóðlegur umhverfisviðburður sjálfboðaliðasamtakanna World Wildlife Fund. 7 þúsund borgir í 150 löndum munu taka þátt í viðburðinum. „Margir hafa hugann við hlýnun jarðar af mannavöldum og þau áhrif sem meðal annars birtast í náttúruhamförum eins og ofsaveðri,“ segir á vef borgarinnar. Margar borgir taka þátt í viðburðinum með því að slökkva ljós sem lýsa upp frægar byggingar. Í París verður slökkt á ljósunum sem lýsa upp Eiffel turninn og slökkt verður á ljósunum sem lýsa upp Óperuhúsið í Sydney.Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn Kóngulóarmaðurinn hefur gengið til liðs Jarðarstundasamtökin sem einskonar alþjóðlegur sendiherra samtakanna í ár. Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt.Hvatning fyrir hvern og einn að huga að eigin umgengniReykjavíkborg hvetur alla sem hafa forræði yfir upplýstum byggingum í borginni til að slökkva á lýsingunni þessa klukkustund sem Jarðarstundin er. Ráðhúsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og aðalbygging Háskóla Íslands eru meðal þeirra bygginga sem þegar hefur verið ákveðið að slökkva á lýsingu á. Reykjavíkurborg bendir á að þetta sé kjörið tækifæri fyrir hverfi borgarinnar til að leggja málefninu lið. Hvetur borgin fjölskyldur til að taka þátt með því að ræða saman við kertaljós um hvernig hver og einn geti lagt Jörðinni lið með breyttri hegðun. Til dæmis með breyttum samgönguvenjum og bættri flokkun við endurvinnslu. Einnig hvernig draga megi úr notkun umbúða og auka sparneytni í orkumálum. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndbönd fyrir Jarðarstundina á laugardaginn.
Loftslagsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira