Handbolti

Haukarnir semja við þrjár öflugar stelpur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Áróra Eir Pálsdóttir, Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir.
Áróra Eir Pálsdóttir, Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir. Mynd/Heimasíða Hauka
Haukar eru á fullu að ganga frá sínum leikmannamálum fyrir næsta tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta þrátt fyrir að úrslitakeppnin sé ekki enn byrjuð.

Haukar hafa framlengt samninga sína við lykilleikmennina Áróru Eir Pálsdóttur, Viktoríu Valdimarsdóttur og Karen Helgu Díönudóttur en þær gerðu allar samning til ársins 2016.

Áróra Eir er 19 ára línumaður og í leikmannahópi U20 ára landsliðs Íslands sem keppir á undakeppni HM sem haldin verður á Íslandi í byrjun apríl.

Viktoría er 20 ára skytta sem varð næstmarkahæsti leikmaður Hauka á eftir Mariju Gedroit en Viktoría skoraði 91 mark í 22 leikjum.

Karen Helga Díönudóttir er 21 árs fyrirliði Hauka. Hún er öflugur leikstjórnandi og lykilleikmaður í sóknarleik liðsins.

Marija Gedroit, markahæsti leikmaður Haukaliðsins og að margra mati besta vinstri skytta deildarinnar, framlengdi fyrr í vetur við Hauka til ársins 2016.

„Leikmannahópur Hauka er að mestu byggður á  uppöldum leikmönnum sem hafa verið mjög vaxandi í vetur. Haukar munu keppa við Val í 8 liða úrslitum deildarkeppninnar. Miklar kröfur eru gerðar til liðsins á komandi keppnistímabilum enda frábær efniviður í til staðar," segir í frétt á heimasíðu Haukanna.



Mynd/Heimasíða Hauka



Fleiri fréttir

Sjá meira


×