Lokuðu þjóðvegi til að leita að afskornu typpi Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 13:30 Lögreglan í Middlesbrough stóð í ströngu á þriðjudaginn. Jalopnik Lokun þjóðvega vegna slysa er ekki svo óalgeng en þetta tilvik hlýtur að teljast óvenjulegt. Lögreglan í Middlesbrough í Bretlandi lokaði A66 þjóðveginum til að leita af afskornu typpi manns á þriðjudaginn sem ráðist hafði verið á af hópi sígauna sem grunað hafði manninn um að hafa sofið hjá konu af sígaunskum ættum. Viðbrögð þeirra við því var að skera typpið af manninum og fleygja því. Lögreglan hóf mikla leit af typpi mannsins með það að markmiði að sauma mætti það aftur á manninn ef það finndist. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á spítala þar sem hann þurfti á mikilli blóðgjöf að halda. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail af þessum ógeðfellda atburði hvort typpi mannsins fannst, en 22 ára sígauni hefur verið handtekinn grunaður um aðild að málinu. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent
Lokun þjóðvega vegna slysa er ekki svo óalgeng en þetta tilvik hlýtur að teljast óvenjulegt. Lögreglan í Middlesbrough í Bretlandi lokaði A66 þjóðveginum til að leita af afskornu typpi manns á þriðjudaginn sem ráðist hafði verið á af hópi sígauna sem grunað hafði manninn um að hafa sofið hjá konu af sígaunskum ættum. Viðbrögð þeirra við því var að skera typpið af manninum og fleygja því. Lögreglan hóf mikla leit af typpi mannsins með það að markmiði að sauma mætti það aftur á manninn ef það finndist. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á spítala þar sem hann þurfti á mikilli blóðgjöf að halda. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail af þessum ógeðfellda atburði hvort typpi mannsins fannst, en 22 ára sígauni hefur verið handtekinn grunaður um aðild að málinu.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent