Lokuðu þjóðvegi til að leita að afskornu typpi Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 13:30 Lögreglan í Middlesbrough stóð í ströngu á þriðjudaginn. Jalopnik Lokun þjóðvega vegna slysa er ekki svo óalgeng en þetta tilvik hlýtur að teljast óvenjulegt. Lögreglan í Middlesbrough í Bretlandi lokaði A66 þjóðveginum til að leita af afskornu typpi manns á þriðjudaginn sem ráðist hafði verið á af hópi sígauna sem grunað hafði manninn um að hafa sofið hjá konu af sígaunskum ættum. Viðbrögð þeirra við því var að skera typpið af manninum og fleygja því. Lögreglan hóf mikla leit af typpi mannsins með það að markmiði að sauma mætti það aftur á manninn ef það finndist. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á spítala þar sem hann þurfti á mikilli blóðgjöf að halda. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail af þessum ógeðfellda atburði hvort typpi mannsins fannst, en 22 ára sígauni hefur verið handtekinn grunaður um aðild að málinu. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent
Lokun þjóðvega vegna slysa er ekki svo óalgeng en þetta tilvik hlýtur að teljast óvenjulegt. Lögreglan í Middlesbrough í Bretlandi lokaði A66 þjóðveginum til að leita af afskornu typpi manns á þriðjudaginn sem ráðist hafði verið á af hópi sígauna sem grunað hafði manninn um að hafa sofið hjá konu af sígaunskum ættum. Viðbrögð þeirra við því var að skera typpið af manninum og fleygja því. Lögreglan hóf mikla leit af typpi mannsins með það að markmiði að sauma mætti það aftur á manninn ef það finndist. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á spítala þar sem hann þurfti á mikilli blóðgjöf að halda. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail af þessum ógeðfellda atburði hvort typpi mannsins fannst, en 22 ára sígauni hefur verið handtekinn grunaður um aðild að málinu.
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent