Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. mars 2014 14:00 Iðunn Valgerður Péturssdóttir og Matthías Baldursson Harksen voru upptekin að reikna þegar fréttastofa hitti á þau fyrir hádegið í dag. VÍSIR/STEFÁN Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. Nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari fréttastofu hittu fyrir í Menntaskólanum í Reykjavík voru öll mætt þar snemma til þess að læra.Vinkonurnar María og Melkorka voru mættar til að læra.VÍSIR/STEFÁNÞær Melkorka Davíðsdóttir Pitt og María Cristína Kristmanns eru báðar 16 ára og eru nemendur á fyrsta ári í MR. Þær voru mættar til þess að læra. „Það er líka stemning að hitta vinkonur sínar. Við fórum á kaffihús og erum núna aðeins að læra,“ segir Melkorka. Þær voru sammála um að það væri ágætt að fá smá frí en þær vildu þó alls ekki að verkfallið yrði of langt. „Ég styð að sjálfsögðu að kennararnir fái launahækkun,“ segir María.Fjóla og Árný stefna á stúdentspróf í vor.VÍSIR/STEFÁNFjóla Ósk Þórarinsdóttir og Árný Jóhannesdóttir eru 18 og 19 ára og á síðasta árinu í MR. Þær stefna á að læra á hverjum degi enda vonast þær til þess að taka stúdentspróf í vor. Auk þess stefna þær báðar á læknisfræði og inngöngupróf til að komast inn í læknadeild verður haldið í byrjun júní. „Við erum búnar að kvíða svolítið fyrir þessu,“ segir Fjóla. Þetta gæti þýtt að stúdentsprófinu seinki. Óvissan með stúdentsprófið sé nokkur og þær óttast að verkfallið hafi áhrif á inntökuprófið í læknisfræðina komi til þess að stúdentsprófunum seinki vegna verkfallsins. „Ég skil kennarana mjög vel, ég er meira óánægð með ríkisstjórnina en kennarana því þetta eru ekki ásættanleg laun,“ segir Árný.Matthías nýtur frísins með því að mæta klukkan 10.VÍSIR/STEFÁNMatthías Baldursson Harksen og Hafsteinn Atli Stefánsson eru 17 ára strákar á öðru ári í MR. Matthías var mættur til að læra klukkan 10 í morgun og stefnir á að mæta sem oftast. Um laun kennara hafði hann þetta að segja: „Mér finnst að kennarar ættu að hafa hærri laun.“ Þó hann fagni verkfallinu ekki segir hann það ágætt að fá smá tíma til að læra sjálfur. Aðspurður hvort hann ætli ekki að njóta frísins nokkuð svarar hann brosandi: „Jú ég ætla að mæta klukkan 10 í skólann.“Hafsteinn Atli var að reikna þegar ljósmyndari hitti á hann.vÍSIR/STEFÁNHafsteinn Atli var að reikna þegar blaðamaður hitti á hann. Hann stefnir á að mæta á hverjum degi. „Verkfallið er ekki gott fyrir nemendurna en það er slæmt að kennarar séu ekki með nógu há laun,“ segir hann. Kennaraverkfall Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. Nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari fréttastofu hittu fyrir í Menntaskólanum í Reykjavík voru öll mætt þar snemma til þess að læra.Vinkonurnar María og Melkorka voru mættar til að læra.VÍSIR/STEFÁNÞær Melkorka Davíðsdóttir Pitt og María Cristína Kristmanns eru báðar 16 ára og eru nemendur á fyrsta ári í MR. Þær voru mættar til þess að læra. „Það er líka stemning að hitta vinkonur sínar. Við fórum á kaffihús og erum núna aðeins að læra,“ segir Melkorka. Þær voru sammála um að það væri ágætt að fá smá frí en þær vildu þó alls ekki að verkfallið yrði of langt. „Ég styð að sjálfsögðu að kennararnir fái launahækkun,“ segir María.Fjóla og Árný stefna á stúdentspróf í vor.VÍSIR/STEFÁNFjóla Ósk Þórarinsdóttir og Árný Jóhannesdóttir eru 18 og 19 ára og á síðasta árinu í MR. Þær stefna á að læra á hverjum degi enda vonast þær til þess að taka stúdentspróf í vor. Auk þess stefna þær báðar á læknisfræði og inngöngupróf til að komast inn í læknadeild verður haldið í byrjun júní. „Við erum búnar að kvíða svolítið fyrir þessu,“ segir Fjóla. Þetta gæti þýtt að stúdentsprófinu seinki. Óvissan með stúdentsprófið sé nokkur og þær óttast að verkfallið hafi áhrif á inntökuprófið í læknisfræðina komi til þess að stúdentsprófunum seinki vegna verkfallsins. „Ég skil kennarana mjög vel, ég er meira óánægð með ríkisstjórnina en kennarana því þetta eru ekki ásættanleg laun,“ segir Árný.Matthías nýtur frísins með því að mæta klukkan 10.VÍSIR/STEFÁNMatthías Baldursson Harksen og Hafsteinn Atli Stefánsson eru 17 ára strákar á öðru ári í MR. Matthías var mættur til að læra klukkan 10 í morgun og stefnir á að mæta sem oftast. Um laun kennara hafði hann þetta að segja: „Mér finnst að kennarar ættu að hafa hærri laun.“ Þó hann fagni verkfallinu ekki segir hann það ágætt að fá smá tíma til að læra sjálfur. Aðspurður hvort hann ætli ekki að njóta frísins nokkuð svarar hann brosandi: „Jú ég ætla að mæta klukkan 10 í skólann.“Hafsteinn Atli var að reikna þegar ljósmyndari hitti á hann.vÍSIR/STEFÁNHafsteinn Atli var að reikna þegar blaðamaður hitti á hann. Hann stefnir á að mæta á hverjum degi. „Verkfallið er ekki gott fyrir nemendurna en það er slæmt að kennarar séu ekki með nógu há laun,“ segir hann.
Kennaraverkfall Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira