Fingraför upphafs alheimsins fundin Bjarki Ármannsson skrifar 17. mars 2014 18:33 Uppgötvunin staðfestir margt sem við þóttumst vita um heiminn okkar. Tilkynnt var um einhverja mögnuðustu uppgötvun stjörnufræðinnar síðari ár í Bandaríkjunum í dag. Teymi vísindamanna þar í landi telur sig hafa fundið sönnunargögn um svokallaðar þyngdarbylgjur sem renna stoðum undir kenninguna um Miklahvell og gæti útskýrt margt um hvernig alheimurinn varð til.Frétt á Stjörnufræðivefnum um málið segir þyngdarbylgjurnar tengjast kenningunni um óðaþenslu sem segir til um að alheimurinn hafi þanist út gríðarhratt á innan við sekúndu eftir sjálfan Miklahvell, eða 10^26-falt á einu augabragði. Þessi hraða útþensla gæti hafa slétt út allar ójöfnur í alheiminum og útskýrt hvers vegna heimurinn virðist jafn einsleitur og flatur í allar áttir og raun ber vitni.Aldrei komist jafn nálægt upphafinu„Þetta er mjög mikilvægt á margan hátt,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og einn aðstandenda Stjörnufræðivefsins, um uppgötvun dagsins. „Þetta staðfestir líkön sem menn hafa haft um alheiminn í mörg ár. Þetta útskýrir líka hvers vegna heimurinn er eins og hann er, að einhverju leyti.“ Vísindamannateymið sem stendur að uppgötvuninni starfar á vegum stjarneðlisfræðistöðvarinnar Harvard-Smythsonian. Það sem teymið sá með sjónauka á Suðurskautslandinu kallast örbylgjuklið, en það hefur verið rannsakað vandlega undanfarið. „Þetta örbylgjuklið er elsta ljósið í alheiminum og í því eru skráð fingraför upphafs alheimsins, ef svo má segja,“ útskýrir Sævar Helgi. „Við höfum aldrei komist jafn nálægt sjálfu upphafi alheimsins.“ Sævar Helgi segir að frekari rannsóknir eigi eftir að eiga sér stað áður en uppgötvunin er endanlega staðfest. Þegar er þó verið að kasta fram þeirri hugmynd að þessi uppgötvun muni skila Nóbelsverðlaunum og það sem meira er, gera okkur kleift að vita meira um heiminn sem við búum í. Því ekki er loku fyrir það skotið að þeir séu fleiri, eða hvað? „Einn angi af óðaþenslukenningu er fjölheimakenningin, kenningin um að það séu til margir heimar,“ segir Sævar Helgi. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt.“Stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar „Verði uppgötvunin staðfest, er þetta tvímælalaust staðfesting á óðaþenslu og að á óðaþensluskeiðinu hafi átt sér stað skammtaflökt,“ útskýrir Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans, í frétt Stjörnufræðivefsins. „Það er þetta skammtaflökt sem síðan gerir að verkum að það myndast kekkir í efninu og þessir kekkir þróist seinna yfir í vetrarbrautir og stjörnur.“ „Þetta er meiriháttar uppgötvun sem bendir til þess að leit manna að skammtaþyngdarfræði sé ekki tilgangslaus, að þyngdarsviðið sé líka skammtað. Þetta er stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar,“ segir Einar. Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Tilkynnt var um einhverja mögnuðustu uppgötvun stjörnufræðinnar síðari ár í Bandaríkjunum í dag. Teymi vísindamanna þar í landi telur sig hafa fundið sönnunargögn um svokallaðar þyngdarbylgjur sem renna stoðum undir kenninguna um Miklahvell og gæti útskýrt margt um hvernig alheimurinn varð til.Frétt á Stjörnufræðivefnum um málið segir þyngdarbylgjurnar tengjast kenningunni um óðaþenslu sem segir til um að alheimurinn hafi þanist út gríðarhratt á innan við sekúndu eftir sjálfan Miklahvell, eða 10^26-falt á einu augabragði. Þessi hraða útþensla gæti hafa slétt út allar ójöfnur í alheiminum og útskýrt hvers vegna heimurinn virðist jafn einsleitur og flatur í allar áttir og raun ber vitni.Aldrei komist jafn nálægt upphafinu„Þetta er mjög mikilvægt á margan hátt,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og einn aðstandenda Stjörnufræðivefsins, um uppgötvun dagsins. „Þetta staðfestir líkön sem menn hafa haft um alheiminn í mörg ár. Þetta útskýrir líka hvers vegna heimurinn er eins og hann er, að einhverju leyti.“ Vísindamannateymið sem stendur að uppgötvuninni starfar á vegum stjarneðlisfræðistöðvarinnar Harvard-Smythsonian. Það sem teymið sá með sjónauka á Suðurskautslandinu kallast örbylgjuklið, en það hefur verið rannsakað vandlega undanfarið. „Þetta örbylgjuklið er elsta ljósið í alheiminum og í því eru skráð fingraför upphafs alheimsins, ef svo má segja,“ útskýrir Sævar Helgi. „Við höfum aldrei komist jafn nálægt sjálfu upphafi alheimsins.“ Sævar Helgi segir að frekari rannsóknir eigi eftir að eiga sér stað áður en uppgötvunin er endanlega staðfest. Þegar er þó verið að kasta fram þeirri hugmynd að þessi uppgötvun muni skila Nóbelsverðlaunum og það sem meira er, gera okkur kleift að vita meira um heiminn sem við búum í. Því ekki er loku fyrir það skotið að þeir séu fleiri, eða hvað? „Einn angi af óðaþenslukenningu er fjölheimakenningin, kenningin um að það séu til margir heimar,“ segir Sævar Helgi. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt.“Stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar „Verði uppgötvunin staðfest, er þetta tvímælalaust staðfesting á óðaþenslu og að á óðaþensluskeiðinu hafi átt sér stað skammtaflökt,“ útskýrir Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans, í frétt Stjörnufræðivefsins. „Það er þetta skammtaflökt sem síðan gerir að verkum að það myndast kekkir í efninu og þessir kekkir þróist seinna yfir í vetrarbrautir og stjörnur.“ „Þetta er meiriháttar uppgötvun sem bendir til þess að leit manna að skammtaþyngdarfræði sé ekki tilgangslaus, að þyngdarsviðið sé líka skammtað. Þetta er stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar,“ segir Einar.
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira