Samningafundi í kjaradeilu framhaldsskólakennara var frestað upp úr klukkan 18 í dag.
Deilendur munu setjast aftur við samningaborðið klukkan 10 í fyrramálið í von um að samningar náist.
Yfir 1500 kennarar eru í verkfalli og eru um 25 þúsund nemendur án kennslu.
