Kaupir Mercedes Aston Martin? Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 12:30 Aston Martin Vantage. Jalopnik Á síðasta ári keypti Mercedes-Benz 5% í Aston Martin og ákveðið var að nýr Aston Martin Vantage myndi fá Mercedes-Benz AMG vél. Nú heyrast raddir þess efnis að Mercedes-Benz hafi í hyggju að kaupa breska fyrirtækið. Það er ekki auðvelt að vera lítill bílaframleiðandi og þróa alfarið bíla sína og vélar sjálfir og framleiða fá eintök af þeim. Þá verður hönnunarkostnaðurinn óhóflega hár, bílarnir of dýrir og salan eftir því. Þess vegna eru mörg af flottustu lúxusbílamerkjunum í eigu stóru bílaframleiðslurisanna. Aston Martin var á tímabili í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið aftur til sjálfstæðra eigenda. Síðan það gerðist hefur komið í ljós að Aston Martin þarf sárlega á samstarfi við stærri bílaframleiðanda að halda og því gæti eignarhald Mercedes-Benz á því verið lausnin. Auk þess að Mercedes-Benz vél fer í Vantage hafa fyrirtækin einnig áætlað sameiginlegan undirvagn fyrir kraftabíla sína. Það myndi gerast sjálfkrafa ef Mercedes-Benz kaupir Aston Martin með húð og hári. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Á síðasta ári keypti Mercedes-Benz 5% í Aston Martin og ákveðið var að nýr Aston Martin Vantage myndi fá Mercedes-Benz AMG vél. Nú heyrast raddir þess efnis að Mercedes-Benz hafi í hyggju að kaupa breska fyrirtækið. Það er ekki auðvelt að vera lítill bílaframleiðandi og þróa alfarið bíla sína og vélar sjálfir og framleiða fá eintök af þeim. Þá verður hönnunarkostnaðurinn óhóflega hár, bílarnir of dýrir og salan eftir því. Þess vegna eru mörg af flottustu lúxusbílamerkjunum í eigu stóru bílaframleiðslurisanna. Aston Martin var á tímabili í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið aftur til sjálfstæðra eigenda. Síðan það gerðist hefur komið í ljós að Aston Martin þarf sárlega á samstarfi við stærri bílaframleiðanda að halda og því gæti eignarhald Mercedes-Benz á því verið lausnin. Auk þess að Mercedes-Benz vél fer í Vantage hafa fyrirtækin einnig áætlað sameiginlegan undirvagn fyrir kraftabíla sína. Það myndi gerast sjálfkrafa ef Mercedes-Benz kaupir Aston Martin með húð og hári.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent