Rússar brjóta alþjóðalög að mati utanríkisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2014 20:00 Utanríkisráðherra kallaði sendi herra Rússlands á sinn fund í morgun og tjáði honum að Rússar hefðu gerst brotlegir við alþjóðalög með hernaðaragerðum sínum í Rússlandi og krafðist þess að hermenn þeirra yrðu kallaðir til baka í bækistöðvar sínar.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun eftir að hafa kallað sendiherra Rússa á sinn fund í fyrr um morguninn. Hann segir ástandið í Úkraínu mjög alvarlegt. „Og við höfum að sjálfsögðu tekið undir það sem NATO er að gera á þessum vettvangi og það sem ÖSE er að gera. Ég kallaði sendiherra Rússlands til mín í morgun þar sem við fórum yfir þessa hluti alla saman.Kom á framfæri okkar skoðunum í því. Hann lýsti því yfir að Rússar vildu friðsamlega lausn og þá skorum við á þá að sjálfsögðu að standa við það og tryggja friðsamlega lausn,“ sagði utanríkisráðherra eftir fundinn. Utanríkisráðherra sagði sendiherra Rússa að þeir yrðu að draga herlið sitt til baka í til bækistöðva sinna og allir yrðu að hjálpast að til að halda frjálsar og réttmætar kosningar. „Og að sjálfsögðu yrði svo að tryggja rétt allra minnihlutahópa í Úkraínu líka,“ áréttar Gunnar Bragi.Eru þeir ekki alveg klárlega að brjóta alþjóðalög?„Að mínu mati eru þeir að gera það jú og ég hef fengið yfirlit yfir það frá lögfræðingum ráðuneytisins, sérfræðingum, um að þeir eru að brjóta alþjóðalög. Og það er að sjálfsögðu eitthvað sem við getum ekki látið þjóðir komast upp með. En við getum heldur ekki gripið til aðgerða sem auka vandræðin í Úkraínu. Þess vegna verðum við að stíga mjög varlega til jarðar,“ segir utanríkisráðherra. Þarna hafi verið ólga fyrir og því mikilvægt að fram fari lýðræðislegar kosningar. Það þurfi líka að tryggja að úkraínsk stjórnvöld standið við alla alla sáttmála sem þeir séu bundnir af eins og um rétt minnihlutahópa, en Rússar skýli sér á bakvið að þeir þurfi að tryggja hag rússneska minnihlutans á svæðinu.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að utanríkisráðherra hefði mátt bregðast harðar við innrás Rússa á Krímskaga og m.a. krefjast þess að þeir drægju allt herlið sitt þaðan til baka. „Mér finnst viðbrögð ríkisstjórnarinnar afskaplega linkuleg. Það hefur tekið sólarhring að koma með yfirlýsingu. Það er ekki gengið eins langt og Atlantshafsbandalagið gengur. Mér finnst skorta á skýra fordæmingu á atferli Rússa, skýra kröfu um að þeir dragi herlið til baka og skýra yfirlýsingu um að við teljum framferði þeirra brjóta gegn alþjóðalögum,“ segir Árni Páll. Það sé grafalvarlegt ef utanríkisstefna landsins sé að breytast þegar nágrönnum Rússa er ógnað með þessum hætti. Ísland hafi í áratugi verið í fararboddi frá stuðningi við sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna.Utanríkisráðherra var nú samt all afgerandi í sínum viðbrögðum í viðtali við mig.„Já, við skulum orða það þannig að hann hafi hrests nokkuð á utanríkismálanefndarfundi,“ segir Árni Páll Árnason. Úkraína Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Utanríkisráðherra kallaði sendi herra Rússlands á sinn fund í morgun og tjáði honum að Rússar hefðu gerst brotlegir við alþjóðalög með hernaðaragerðum sínum í Rússlandi og krafðist þess að hermenn þeirra yrðu kallaðir til baka í bækistöðvar sínar.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun eftir að hafa kallað sendiherra Rússa á sinn fund í fyrr um morguninn. Hann segir ástandið í Úkraínu mjög alvarlegt. „Og við höfum að sjálfsögðu tekið undir það sem NATO er að gera á þessum vettvangi og það sem ÖSE er að gera. Ég kallaði sendiherra Rússlands til mín í morgun þar sem við fórum yfir þessa hluti alla saman.Kom á framfæri okkar skoðunum í því. Hann lýsti því yfir að Rússar vildu friðsamlega lausn og þá skorum við á þá að sjálfsögðu að standa við það og tryggja friðsamlega lausn,“ sagði utanríkisráðherra eftir fundinn. Utanríkisráðherra sagði sendiherra Rússa að þeir yrðu að draga herlið sitt til baka í til bækistöðva sinna og allir yrðu að hjálpast að til að halda frjálsar og réttmætar kosningar. „Og að sjálfsögðu yrði svo að tryggja rétt allra minnihlutahópa í Úkraínu líka,“ áréttar Gunnar Bragi.Eru þeir ekki alveg klárlega að brjóta alþjóðalög?„Að mínu mati eru þeir að gera það jú og ég hef fengið yfirlit yfir það frá lögfræðingum ráðuneytisins, sérfræðingum, um að þeir eru að brjóta alþjóðalög. Og það er að sjálfsögðu eitthvað sem við getum ekki látið þjóðir komast upp með. En við getum heldur ekki gripið til aðgerða sem auka vandræðin í Úkraínu. Þess vegna verðum við að stíga mjög varlega til jarðar,“ segir utanríkisráðherra. Þarna hafi verið ólga fyrir og því mikilvægt að fram fari lýðræðislegar kosningar. Það þurfi líka að tryggja að úkraínsk stjórnvöld standið við alla alla sáttmála sem þeir séu bundnir af eins og um rétt minnihlutahópa, en Rússar skýli sér á bakvið að þeir þurfi að tryggja hag rússneska minnihlutans á svæðinu.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að utanríkisráðherra hefði mátt bregðast harðar við innrás Rússa á Krímskaga og m.a. krefjast þess að þeir drægju allt herlið sitt þaðan til baka. „Mér finnst viðbrögð ríkisstjórnarinnar afskaplega linkuleg. Það hefur tekið sólarhring að koma með yfirlýsingu. Það er ekki gengið eins langt og Atlantshafsbandalagið gengur. Mér finnst skorta á skýra fordæmingu á atferli Rússa, skýra kröfu um að þeir dragi herlið til baka og skýra yfirlýsingu um að við teljum framferði þeirra brjóta gegn alþjóðalögum,“ segir Árni Páll. Það sé grafalvarlegt ef utanríkisstefna landsins sé að breytast þegar nágrönnum Rússa er ógnað með þessum hætti. Ísland hafi í áratugi verið í fararboddi frá stuðningi við sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna.Utanríkisráðherra var nú samt all afgerandi í sínum viðbrögðum í viðtali við mig.„Já, við skulum orða það þannig að hann hafi hrests nokkuð á utanríkismálanefndarfundi,“ segir Árni Páll Árnason.
Úkraína Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira