Þekkir einhver strákinn fremst á ljósmyndinni? Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2014 00:01 Bryggjan á Þingeyri í ágúst 1951. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson. Myndin sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á Þingeyri sumarið 1951, í heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, þykir afar skemmtileg, ekki síst vegna ljóshærða stráksins sem sést brosandi fremst á myndinni að fylgjast spenntur með brottför þjóðhöfðingjans. Á myndinni sjást krakkar á bryggjunni ásamt veglegri glæsibifreið, sem notuð var til að flytja forsetann. Gunnar Vigfússon, sonur ljósmyndarans, telur myndina tekna frá varðskipi, sem forsetinn fór með, um það leyti sem skipið var að leggja frá bryggju. Myndin fannst í filmusafni þegar verið var að undirbúa fyrstu opinberu heimsókn núverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, árið 1996, en hún var einmitt til Vestfjarða. Bjarni Einarsson á Þingeyri telur að bíllinn á myndinni, Í-250, hafi verið Packard í eigu Kristins Björnssonar, bifreiðastjóra í Hnífsdal, sem haft hafi það verkefni að aka forsetanum. Ferja hefur þurft bílinn með skipi því að á þessum tíma var ekki komið á vegasamband milli Þingeyrar og annarra þorpa. Hallgrímur Sveinsson, útgefandi á Brekku á Dýrafirði, segir að vegur fyrir Dýrafjarðarbotn hafi fyrst opnast í september árið 1954 og þótt vegur hafi komið yfir Hrafnseyrarheiði árið 1948 dugði það skammt því vegur yfir Dynjandisheiði kom ekki fyrr en 1959. Þeir sem sáu fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa væntanlega áttað sig á hver glókollurinn er á ljósmyndinni. Þeim sem vilja vita meira er bent á þáttinn „Um land allt", á Stöð 2 klukkan 19.20 í kvöld. Einu sinni var... Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Myndin sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á Þingeyri sumarið 1951, í heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, þykir afar skemmtileg, ekki síst vegna ljóshærða stráksins sem sést brosandi fremst á myndinni að fylgjast spenntur með brottför þjóðhöfðingjans. Á myndinni sjást krakkar á bryggjunni ásamt veglegri glæsibifreið, sem notuð var til að flytja forsetann. Gunnar Vigfússon, sonur ljósmyndarans, telur myndina tekna frá varðskipi, sem forsetinn fór með, um það leyti sem skipið var að leggja frá bryggju. Myndin fannst í filmusafni þegar verið var að undirbúa fyrstu opinberu heimsókn núverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, árið 1996, en hún var einmitt til Vestfjarða. Bjarni Einarsson á Þingeyri telur að bíllinn á myndinni, Í-250, hafi verið Packard í eigu Kristins Björnssonar, bifreiðastjóra í Hnífsdal, sem haft hafi það verkefni að aka forsetanum. Ferja hefur þurft bílinn með skipi því að á þessum tíma var ekki komið á vegasamband milli Þingeyrar og annarra þorpa. Hallgrímur Sveinsson, útgefandi á Brekku á Dýrafirði, segir að vegur fyrir Dýrafjarðarbotn hafi fyrst opnast í september árið 1954 og þótt vegur hafi komið yfir Hrafnseyrarheiði árið 1948 dugði það skammt því vegur yfir Dynjandisheiði kom ekki fyrr en 1959. Þeir sem sáu fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa væntanlega áttað sig á hver glókollurinn er á ljósmyndinni. Þeim sem vilja vita meira er bent á þáttinn „Um land allt", á Stöð 2 klukkan 19.20 í kvöld.
Einu sinni var... Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00