Enski boltinn

Puyol þakkað fyrir vel unnin störf | Myndband

Spænski miðvörðurinn CarlesPuyol tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að hann yfirgefur herbúðir Barcelona í sumar.

Þessi 35 ára gamli leikmaður hefur leikið með Katalóníurisanum allan sinn feril en hann spilaði sinn fyrsta leik árið 1999.

Í heildina eru leikirnir orðnir 682 á 15 tímabilum með Barcelona en á þeim tíma hefur hann unnið 21 titil, þar af Meistaradeildina þrisvar sinnum

Puyol hefur verið mikið meiddur undanfarin misseri og aðeins komið við sögu í tólf leikjum á þessari leiktíð.

Í spilaranum hér að ofan má sjá myndband sem Barcelona gerði til heiðurs Puyol þar sem honum er þakkað fyrir vel unnin störf undanfarin fimmtán ár.

Carles Puyol í baráttunni við Savio, leikmann Real Madrid, í sínum fyrsta El Clasico-leik árið 1999.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×