Fótbolti

Aron og félagar spila gegn Úkraínu í dag

Aron í landsleik gegn Jamaíka.
Aron í landsleik gegn Jamaíka. vísir/afp
Forseti úkraínska knattspyrnusambandsins hefur staðfest að vináttulandsleikur Úkraínu og Bandaríkjanna muni fara fram í dag.

Leikurinn var færður til Kýpur út af ástandinu í Úkraínu. Flest benti síðan til þess á mánudag að leiknum yrði frestað.

"Við höfum ákveðið að spila leikinn eftir allt saman. Ég þakka Bandaríkjamönnum sem sýndu okkur fullan skilning, sama hvaða ákvörðun við hefðum tekið," sagði Alexander Glyvynskyy, forseti úkraínska knattspyrnusambandsins.

Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir Aron Jóhannsson og félaga í bandaríska landsliðinu sem eru að undirbúa sig fyrir HM í sumar og fá ekki marga leiki fram að móti.

"Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir marga leikmenn sem fá tækifæri til þess að sanna að þeir eigi heima í landsliðshópnum fyrir HM," sagði Jürgen Klinsmann, þjálfari Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×