Krefjast þess að Gunnar Bragi biðjist afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2014 13:53 Ítreka að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla. visir/afp/gva Ungir Evrópusinnar hafa sent frá sér ályktun í tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Fram kemur í ályktuninni að ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. Gunnar Bragi leiddi líkur að því á Alþingi í gær að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Ummælin báru keim af gríðarlegri vanvirðingu sem og vanþekkingu á þessu samfélagi ríkja og minna Ungir Evrópusinnar á að orð hafi afleiðingar. Hætta er á að slík óbilgirni í garð nágranna okkar leiði til enn frekari einangrunar Íslands og tilheyrandi fólksflótta og spekileka.“ Ungir Evrópusinnar telja að skýrsla Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands ekki til þess fallna að skapa sátt um málið í samfélaginu. Fram kemur í ályktuninni að viðbrögð stjórnmálamanna, hagsmunaaðila og leiðarskrifara dagblaðanna sýna það svart á hvítu. „Skýrslan gefur fá fullnægjandi svör um niðurstöður í tveimur veigamestu köflum aðildarviðræðnanna, sjávarútvegi og landbúnaði. Því sé nauðsynlegra en ella að halda viðræðunum áfram, fá niðurstöður úr þeim köflum sem eftir standa og leggja svo samninginn í hendur þjóðarinnar.“ Einnig er ítrekað að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Það sé eina leiðin til að höggva á hnút samfélagsumræðunnar og ljúka málinu í sátt á milli stjórnmálamanna og almennings. „Evrópusambandsaðild er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og því fyrir öllu að málið hljóti yfirvegaða og sanngjarna meðferð,“ segir í ályktuninni. Úkraína Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Ungir Evrópusinnar hafa sent frá sér ályktun í tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Fram kemur í ályktuninni að ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. Gunnar Bragi leiddi líkur að því á Alþingi í gær að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Ummælin báru keim af gríðarlegri vanvirðingu sem og vanþekkingu á þessu samfélagi ríkja og minna Ungir Evrópusinnar á að orð hafi afleiðingar. Hætta er á að slík óbilgirni í garð nágranna okkar leiði til enn frekari einangrunar Íslands og tilheyrandi fólksflótta og spekileka.“ Ungir Evrópusinnar telja að skýrsla Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands ekki til þess fallna að skapa sátt um málið í samfélaginu. Fram kemur í ályktuninni að viðbrögð stjórnmálamanna, hagsmunaaðila og leiðarskrifara dagblaðanna sýna það svart á hvítu. „Skýrslan gefur fá fullnægjandi svör um niðurstöður í tveimur veigamestu köflum aðildarviðræðnanna, sjávarútvegi og landbúnaði. Því sé nauðsynlegra en ella að halda viðræðunum áfram, fá niðurstöður úr þeim köflum sem eftir standa og leggja svo samninginn í hendur þjóðarinnar.“ Einnig er ítrekað að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Það sé eina leiðin til að höggva á hnút samfélagsumræðunnar og ljúka málinu í sátt á milli stjórnmálamanna og almennings. „Evrópusambandsaðild er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og því fyrir öllu að málið hljóti yfirvegaða og sanngjarna meðferð,“ segir í ályktuninni.
Úkraína Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira