Krefjast þess að Gunnar Bragi biðjist afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2014 13:53 Ítreka að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla. visir/afp/gva Ungir Evrópusinnar hafa sent frá sér ályktun í tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Fram kemur í ályktuninni að ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. Gunnar Bragi leiddi líkur að því á Alþingi í gær að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Ummælin báru keim af gríðarlegri vanvirðingu sem og vanþekkingu á þessu samfélagi ríkja og minna Ungir Evrópusinnar á að orð hafi afleiðingar. Hætta er á að slík óbilgirni í garð nágranna okkar leiði til enn frekari einangrunar Íslands og tilheyrandi fólksflótta og spekileka.“ Ungir Evrópusinnar telja að skýrsla Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands ekki til þess fallna að skapa sátt um málið í samfélaginu. Fram kemur í ályktuninni að viðbrögð stjórnmálamanna, hagsmunaaðila og leiðarskrifara dagblaðanna sýna það svart á hvítu. „Skýrslan gefur fá fullnægjandi svör um niðurstöður í tveimur veigamestu köflum aðildarviðræðnanna, sjávarútvegi og landbúnaði. Því sé nauðsynlegra en ella að halda viðræðunum áfram, fá niðurstöður úr þeim köflum sem eftir standa og leggja svo samninginn í hendur þjóðarinnar.“ Einnig er ítrekað að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Það sé eina leiðin til að höggva á hnút samfélagsumræðunnar og ljúka málinu í sátt á milli stjórnmálamanna og almennings. „Evrópusambandsaðild er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og því fyrir öllu að málið hljóti yfirvegaða og sanngjarna meðferð,“ segir í ályktuninni. Úkraína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Ungir Evrópusinnar hafa sent frá sér ályktun í tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Fram kemur í ályktuninni að ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. Gunnar Bragi leiddi líkur að því á Alþingi í gær að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Ummælin báru keim af gríðarlegri vanvirðingu sem og vanþekkingu á þessu samfélagi ríkja og minna Ungir Evrópusinnar á að orð hafi afleiðingar. Hætta er á að slík óbilgirni í garð nágranna okkar leiði til enn frekari einangrunar Íslands og tilheyrandi fólksflótta og spekileka.“ Ungir Evrópusinnar telja að skýrsla Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands ekki til þess fallna að skapa sátt um málið í samfélaginu. Fram kemur í ályktuninni að viðbrögð stjórnmálamanna, hagsmunaaðila og leiðarskrifara dagblaðanna sýna það svart á hvítu. „Skýrslan gefur fá fullnægjandi svör um niðurstöður í tveimur veigamestu köflum aðildarviðræðnanna, sjávarútvegi og landbúnaði. Því sé nauðsynlegra en ella að halda viðræðunum áfram, fá niðurstöður úr þeim köflum sem eftir standa og leggja svo samninginn í hendur þjóðarinnar.“ Einnig er ítrekað að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Það sé eina leiðin til að höggva á hnút samfélagsumræðunnar og ljúka málinu í sátt á milli stjórnmálamanna og almennings. „Evrópusambandsaðild er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og því fyrir öllu að málið hljóti yfirvegaða og sanngjarna meðferð,“ segir í ályktuninni.
Úkraína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira