Fótbolti

Pellegrini kærður fyrir ummælin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, hefur verið kærður af Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik liðsins gegn Barcelona í vikunni.

Pellegrini var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans Jonas Eriksson í leiknum en City missti mann af velli með rautt spjald þegar staðan var markalaus. Barcelona vann svo leikinn, 2-0.

Pellegrini sagði í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að Eriksson hefði ekki verið hlutlaus í leiknum og að hann hefði verið að bæta upp fyrir mistök sem hann gerði í leik sem hann dæmdi hjá Barcelona í fyrra.

Hann efaðist einnig um að það hefði verið skynsamlegt að setja sænskan dómara á svo mikilvægan leik.


Tengdar fréttir

Barcelona refsaði City á Etihad

Manchester City á erfitt verkefni fyrir höndum ætli liðið sér að komast áfram í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Pellegrini skellir skuldinni á dómarann

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það hefði verið slæm hugmynd að láta Svíann Jonas Eriksson dæma leik liðsins gegn Barcelona í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×