Spilling var orðin þjóðaríþrótt í Úkraínu Elimar Hauksson skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Vatnaskil urðu í stjórnmálasögu Úkraínu í dag þegar þingforsetinn , Oleksander Turchinov, tók við stjórnartaumum í landinu. Allsherjar endurskipulagning á stjórn landsins er þar með hafin eftir að Viktor Janúkóvítsj, forseti, var sviptur völdum. Glundroði myndaðist í úkraínska þinginu þegar ákvörðunin var tekin og köll mótmælenda ómuðu um þingsalinn þegar breytingarnar tóku gildi. Janúkóvítsj fer enn huldu höfði er líklegt þykir að hann haldi til í austurhluta Úkraínu þar sem hann nýtur enn stuðnings. Talsmaður hans hefur ítrekað við fjölmiðla að forsetinn muni aldrei yfirgefa Úkraínu og að um valdarán sé að ræða og boðað hefur verið til kosninga í maí. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar,Vítalí Klitschko, mun gefa kost á sér. Mótmælendur og leiðtogar stjórnarandstöðunnar ítrekuðu í dag kröfu sína um að Janúkóvits forseti og fylgismenn hans verði sóttir til saka fyrir spillingu í starfi og fyrir að hafa beitt mótmælendur harðræði. 82 hið minnsta hafa fallið í átökunum í miðborg Kænugarðs frá því að mótmælaaðgerðir hófust fyrir þremur mánuðum. Óeirðirnar komu á óvartSergii Artamonov, frá Úkraínu hefur dvalist hér á landi síðastliðin þrjú ár í háskólanámi við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar óeirðinar í Úkraínu hófust fyrir þremur mánuðum. „Ég hef aldrei séð ofbeldi í Úkraínu eins og síðustu mánuði, sérstaklega núna í febrúar. Ég er hins vegar mjög ánægður að það sjái fyrir endann á ofbeldinu sem hefur átt sér stað síðustu mánuði,“ segir Sergii. Hann segir pólitíska spillingu hafa verið orðna að þjóðaríþrótt í Úkraínu sem hafi teygt anga sína um allt samfélagið í landinu og óttast að þeir stjórnmálamenn sem hafi tekið þátt í byltingunni þar í landi átti sig ekki á hve langt sú spilling teygir sig. Hann telur að frelsun fyrrum forstætisráðherra landsins, Júlíu Tímósjenkó, hafa verið jákvæða. Hún eigi þó líklega ekki afturkvæmt í úkraínsk stjórnmál. „Frelsun Tímósjenkó olli miklum viðbrögðum um allan heim. Í Úkraínu er hún hins vegar tákn fortíðar, hún stendur fyrir tíma þar villtur kapítalismi blómstraði í landinu. Sömu kynslóð stjórnmálamanna og Viktor Janúkóvitsj,“ segir Sergii. Hann bindur þó vonir við að ástandið í Úkraínu muni batna í kjölfar þess að forsetanum hefur verið komið frá völdum. Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vatnaskil urðu í stjórnmálasögu Úkraínu í dag þegar þingforsetinn , Oleksander Turchinov, tók við stjórnartaumum í landinu. Allsherjar endurskipulagning á stjórn landsins er þar með hafin eftir að Viktor Janúkóvítsj, forseti, var sviptur völdum. Glundroði myndaðist í úkraínska þinginu þegar ákvörðunin var tekin og köll mótmælenda ómuðu um þingsalinn þegar breytingarnar tóku gildi. Janúkóvítsj fer enn huldu höfði er líklegt þykir að hann haldi til í austurhluta Úkraínu þar sem hann nýtur enn stuðnings. Talsmaður hans hefur ítrekað við fjölmiðla að forsetinn muni aldrei yfirgefa Úkraínu og að um valdarán sé að ræða og boðað hefur verið til kosninga í maí. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar,Vítalí Klitschko, mun gefa kost á sér. Mótmælendur og leiðtogar stjórnarandstöðunnar ítrekuðu í dag kröfu sína um að Janúkóvits forseti og fylgismenn hans verði sóttir til saka fyrir spillingu í starfi og fyrir að hafa beitt mótmælendur harðræði. 82 hið minnsta hafa fallið í átökunum í miðborg Kænugarðs frá því að mótmælaaðgerðir hófust fyrir þremur mánuðum. Óeirðirnar komu á óvartSergii Artamonov, frá Úkraínu hefur dvalist hér á landi síðastliðin þrjú ár í háskólanámi við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar óeirðinar í Úkraínu hófust fyrir þremur mánuðum. „Ég hef aldrei séð ofbeldi í Úkraínu eins og síðustu mánuði, sérstaklega núna í febrúar. Ég er hins vegar mjög ánægður að það sjái fyrir endann á ofbeldinu sem hefur átt sér stað síðustu mánuði,“ segir Sergii. Hann segir pólitíska spillingu hafa verið orðna að þjóðaríþrótt í Úkraínu sem hafi teygt anga sína um allt samfélagið í landinu og óttast að þeir stjórnmálamenn sem hafi tekið þátt í byltingunni þar í landi átti sig ekki á hve langt sú spilling teygir sig. Hann telur að frelsun fyrrum forstætisráðherra landsins, Júlíu Tímósjenkó, hafa verið jákvæða. Hún eigi þó líklega ekki afturkvæmt í úkraínsk stjórnmál. „Frelsun Tímósjenkó olli miklum viðbrögðum um allan heim. Í Úkraínu er hún hins vegar tákn fortíðar, hún stendur fyrir tíma þar villtur kapítalismi blómstraði í landinu. Sömu kynslóð stjórnmálamanna og Viktor Janúkóvitsj,“ segir Sergii. Hann bindur þó vonir við að ástandið í Úkraínu muni batna í kjölfar þess að forsetanum hefur verið komið frá völdum.
Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira