Fótbolti

Moyes: Okkar lélegasti leikur í Meistaradeildinni

Moyes er hér ráðþrota á hliðarlínunni í kvöld.
Moyes er hér ráðþrota á hliðarlínunni í kvöld. vísir/afp
Það er heldur betur farið að hitna undir David Moyes, stjóra Man. Utd, eftir neyðarlegt tap gegn Olympiakos í Grikklandi þar sem hans lið gat nákvæmlega ekki neitt.

"Þetta er okkar versti leikur í Meistaradeildinni, við áttum ekkert skilið úr þessum leik," sagði Moyes hreinskilinn í leikslok.

"Ég er hissa á þessu. Ég átti ekki von á því að við yrðum þetta slakir. Ég axla mína ábyrgð og við verðum að spila mun betur en þetta. Strákarnir eru virkilega særðir eftir þetta tap."

Leiknum lyktaði með 2-0 sigri Olympiakos og Man. Utd ógnaði varla marki gríska liðsins í leiknum.

"Við gerðum einfaldlega ekki nóg til þess að skora. Þeir eru vissulega sterkir á heimavelli og því kom ekki á óvart að það væri erfitt að opna þá. Við eigum enn seinni leikinn eftir á heimavelli. Við munum gera allt sem við getum til þess að snúa þessu við.

"Það efast enginn um að það eru hæfileikar í okkar liði en við sýndum það ekki í kvöld. Við erum ákveðnir í að rétta okkar hlut og sem betur fer fáum við tækifæri til þess. Það hafa verið mörg ógleymanleg Evrópukvöld á Old Trafford og vonandi kemur eitt í viðbót í seinni leiknum."


Tengdar fréttir

Carrick: Þetta er ekki búið

Man. Utd olli miklum vonbrigðum gegn Olympiakos í Grikklandi í kvöld er liðið tapaði 2-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Gjaldþrot hjá Man. Utd í Grikklandi | Myndband

Man. Utd bauð upp á enn eina hörmungarframmistöðuna er það sótti gríska liðið Olympiakos heim í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Grikkirnir unnu sanngjarnan 2-0 sigur og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×