Tveir jarðskjálftar mældust út fyrir mynni Eyjafjarðar í morgun. Voru þeir báðir 3,4 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Sá fyrri varð klukkan 8:06 og sá síðari klukkan 8:11.
Á þriðja tug skjálfta mældist á þessum slóðum á mánudag. Þessi staðsetning er rétt vestan við þann stað þar sem skjálftahrina varð síðasta haust. Tilkynningar bárust frá Ólafsfirði um að skjálftarnir hefðu fundist þar.
