Tveir jarðskjálftar mældust út fyrir mynni Eyjafjarðar í morgun. Voru þeir báðir 3,4 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Sá fyrri varð klukkan 8:06 og sá síðari klukkan 8:11.
Á þriðja tug skjálfta mældist á þessum slóðum á mánudag. Þessi staðsetning er rétt vestan við þann stað þar sem skjálftahrina varð síðasta haust. Tilkynningar bárust frá Ólafsfirði um að skjálftarnir hefðu fundist þar.
Tveir skjálftar mældust við Eyjafjörð
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
