Almarr Ormarsson fór frá Fram til KR í vetur en lét Ögmund Kristinsson, markvörð og fyrirliða Fram, verja frá sér víti í vítakeppninni og það vítaklúður réð því að Fram vann Reykjavíkurmótið í 27. sinn.
Með þessum sigri tókst Bjarna að vinna Reykjavíkurmótið á undan Rúnari Kristinssyni, gamla þjálfara hans hjá KR. KR hefur unnið alla aðra titla undir stjórn Rúnars en tapaði þarna fjórða árið í röð í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.
Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti í Egilshöllina í kvöld og náði skemmtilegum myndum sem má sjá bæði hér fyrir ofan og neðan.







