Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Jóhannes Stefánsson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 21:55 Umboðsmaður Hjördísar kom fram fyrir nefnd Evrópuþingsins sem tekur við kvörtunum frá borgurum. Stöð 2/AFP Umboðsmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og dansks barnsföður hennar var komið á framfæri. Nefndin tekur við umkvörtunum frá Evrópubúum um ýmiss konar málefni, en Hjördís var meðal sex annarra sem leituðu á náðir nefndarinnar með kvartanir vegna forræðisdeilna í Danmörku.Leila Ekensberg, umboðsmaður Hjördísar, lýsti málinu eins og það blasir við Hjördísi. Hún sagði að Hjördís og börnin hefðu flúið til Íslands undan ofbeldi föðurins, Kim Gram Laursen. Hún sagði jafnframt að Hjördís hefði komið til Íslands vegna vilyrðis frá íslenskum stjórnvöldum um aðstoð í málinu. Sú aðstoð hafi ekki verið veitt og sæti hún því í fangelsi, án þess að henni hafi verið birt ákæra.„Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ Fleiri aðilar komu fyrir nefndina og kvörtuðu undan málsmeðferð danskra yfirvalda í sambærilegum málum, en þau eru sökuð um að vera vilhöll í garð danskra ríkisborgara. Í bréfi sem ónefnd móðir ritaði fyrir nefndina segir hún sig og börn sín hafa þurft að „búa eins og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni“ og að hún vonist til þess að einhver komi þeim til hjálpar. Formaður þingnefndarinnar, Erminia Mazzoni, sagði í tilefni kvartana þessara aðila: „Það er eitthvað rotið í Danaveldi." Hún lofaði að nefndin myndi senda dönskum yfirvöldum erindi vegna kvartana þeirra. Heimildir fréttastofu í Horsens herma að Hjördís sitji enn í varðhaldi og hafi ekki fengið að hitta lögmann sinn. Engar útskýringar hafa fengist á varðhaldi hennar sem hefur nú varað í tæpa tvo sólarhringa.Uppfært klukkan 10:30: Ranglega var hermt í fyrri útgáfu fréttar að orð ónefndar danskrar móður um seinni Heimsstyrjöldina væru orð Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Umboðsmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og dansks barnsföður hennar var komið á framfæri. Nefndin tekur við umkvörtunum frá Evrópubúum um ýmiss konar málefni, en Hjördís var meðal sex annarra sem leituðu á náðir nefndarinnar með kvartanir vegna forræðisdeilna í Danmörku.Leila Ekensberg, umboðsmaður Hjördísar, lýsti málinu eins og það blasir við Hjördísi. Hún sagði að Hjördís og börnin hefðu flúið til Íslands undan ofbeldi föðurins, Kim Gram Laursen. Hún sagði jafnframt að Hjördís hefði komið til Íslands vegna vilyrðis frá íslenskum stjórnvöldum um aðstoð í málinu. Sú aðstoð hafi ekki verið veitt og sæti hún því í fangelsi, án þess að henni hafi verið birt ákæra.„Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ Fleiri aðilar komu fyrir nefndina og kvörtuðu undan málsmeðferð danskra yfirvalda í sambærilegum málum, en þau eru sökuð um að vera vilhöll í garð danskra ríkisborgara. Í bréfi sem ónefnd móðir ritaði fyrir nefndina segir hún sig og börn sín hafa þurft að „búa eins og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni“ og að hún vonist til þess að einhver komi þeim til hjálpar. Formaður þingnefndarinnar, Erminia Mazzoni, sagði í tilefni kvartana þessara aðila: „Það er eitthvað rotið í Danaveldi." Hún lofaði að nefndin myndi senda dönskum yfirvöldum erindi vegna kvartana þeirra. Heimildir fréttastofu í Horsens herma að Hjördís sitji enn í varðhaldi og hafi ekki fengið að hitta lögmann sinn. Engar útskýringar hafa fengist á varðhaldi hennar sem hefur nú varað í tæpa tvo sólarhringa.Uppfært klukkan 10:30: Ranglega var hermt í fyrri útgáfu fréttar að orð ónefndar danskrar móður um seinni Heimsstyrjöldina væru orð Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00
Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01
Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45