Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Jóhannes Stefánsson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 21:55 Umboðsmaður Hjördísar kom fram fyrir nefnd Evrópuþingsins sem tekur við kvörtunum frá borgurum. Stöð 2/AFP Umboðsmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og dansks barnsföður hennar var komið á framfæri. Nefndin tekur við umkvörtunum frá Evrópubúum um ýmiss konar málefni, en Hjördís var meðal sex annarra sem leituðu á náðir nefndarinnar með kvartanir vegna forræðisdeilna í Danmörku.Leila Ekensberg, umboðsmaður Hjördísar, lýsti málinu eins og það blasir við Hjördísi. Hún sagði að Hjördís og börnin hefðu flúið til Íslands undan ofbeldi föðurins, Kim Gram Laursen. Hún sagði jafnframt að Hjördís hefði komið til Íslands vegna vilyrðis frá íslenskum stjórnvöldum um aðstoð í málinu. Sú aðstoð hafi ekki verið veitt og sæti hún því í fangelsi, án þess að henni hafi verið birt ákæra.„Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ Fleiri aðilar komu fyrir nefndina og kvörtuðu undan málsmeðferð danskra yfirvalda í sambærilegum málum, en þau eru sökuð um að vera vilhöll í garð danskra ríkisborgara. Í bréfi sem ónefnd móðir ritaði fyrir nefndina segir hún sig og börn sín hafa þurft að „búa eins og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni“ og að hún vonist til þess að einhver komi þeim til hjálpar. Formaður þingnefndarinnar, Erminia Mazzoni, sagði í tilefni kvartana þessara aðila: „Það er eitthvað rotið í Danaveldi." Hún lofaði að nefndin myndi senda dönskum yfirvöldum erindi vegna kvartana þeirra. Heimildir fréttastofu í Horsens herma að Hjördís sitji enn í varðhaldi og hafi ekki fengið að hitta lögmann sinn. Engar útskýringar hafa fengist á varðhaldi hennar sem hefur nú varað í tæpa tvo sólarhringa.Uppfært klukkan 10:30: Ranglega var hermt í fyrri útgáfu fréttar að orð ónefndar danskrar móður um seinni Heimsstyrjöldina væru orð Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Umboðsmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og dansks barnsföður hennar var komið á framfæri. Nefndin tekur við umkvörtunum frá Evrópubúum um ýmiss konar málefni, en Hjördís var meðal sex annarra sem leituðu á náðir nefndarinnar með kvartanir vegna forræðisdeilna í Danmörku.Leila Ekensberg, umboðsmaður Hjördísar, lýsti málinu eins og það blasir við Hjördísi. Hún sagði að Hjördís og börnin hefðu flúið til Íslands undan ofbeldi föðurins, Kim Gram Laursen. Hún sagði jafnframt að Hjördís hefði komið til Íslands vegna vilyrðis frá íslenskum stjórnvöldum um aðstoð í málinu. Sú aðstoð hafi ekki verið veitt og sæti hún því í fangelsi, án þess að henni hafi verið birt ákæra.„Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ Fleiri aðilar komu fyrir nefndina og kvörtuðu undan málsmeðferð danskra yfirvalda í sambærilegum málum, en þau eru sökuð um að vera vilhöll í garð danskra ríkisborgara. Í bréfi sem ónefnd móðir ritaði fyrir nefndina segir hún sig og börn sín hafa þurft að „búa eins og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni“ og að hún vonist til þess að einhver komi þeim til hjálpar. Formaður þingnefndarinnar, Erminia Mazzoni, sagði í tilefni kvartana þessara aðila: „Það er eitthvað rotið í Danaveldi." Hún lofaði að nefndin myndi senda dönskum yfirvöldum erindi vegna kvartana þeirra. Heimildir fréttastofu í Horsens herma að Hjördís sitji enn í varðhaldi og hafi ekki fengið að hitta lögmann sinn. Engar útskýringar hafa fengist á varðhaldi hennar sem hefur nú varað í tæpa tvo sólarhringa.Uppfært klukkan 10:30: Ranglega var hermt í fyrri útgáfu fréttar að orð ónefndar danskrar móður um seinni Heimsstyrjöldina væru orð Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00
Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01
Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45