Jarðsigshola gleypti 8 bíla í bílasafni Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 09:49 Einkennileg jarðsigshola gleypti 8 bíla í National Corvette Museum í Kentucky fylki í Bandaríkjunum í gær. Holan er um 12 metrar í þvermál og 8-10 metra djúp. Engum er ljóst hvað olli þessu jarðsigi enn sem komið er. Meðal bílanna sem hurfu í holuna stóru voru tveir Corvette bílar sem safnið hafði fengið að láni frá General Motors. Enginn starfsmaður var í sýningarsalnum þegar þetta gerðist enda var klukkan aðeins 5:44 að morgni er gólf salarins féll niður í holuna ásamt bílunum átta. Sem betur fer fór eini bíllinn af Corvettu árgerð 1983, sem aðeins var framleiddur í 44 eintökum, ekki ofan í holuna, en bíllinn var í salnum. Bílarnir frá GM sem hurfu í holuna voru 1993 árgerð af Corvette ZR-1 Spyder og 2009 ZR-1 „Blue Devil“, en einnig milljónasta Corvettan sem smíðuð var árið 1992. Safnið er nú lokað, sem eðlilegt má teljast. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent
Einkennileg jarðsigshola gleypti 8 bíla í National Corvette Museum í Kentucky fylki í Bandaríkjunum í gær. Holan er um 12 metrar í þvermál og 8-10 metra djúp. Engum er ljóst hvað olli þessu jarðsigi enn sem komið er. Meðal bílanna sem hurfu í holuna stóru voru tveir Corvette bílar sem safnið hafði fengið að láni frá General Motors. Enginn starfsmaður var í sýningarsalnum þegar þetta gerðist enda var klukkan aðeins 5:44 að morgni er gólf salarins féll niður í holuna ásamt bílunum átta. Sem betur fer fór eini bíllinn af Corvettu árgerð 1983, sem aðeins var framleiddur í 44 eintökum, ekki ofan í holuna, en bíllinn var í salnum. Bílarnir frá GM sem hurfu í holuna voru 1993 árgerð af Corvette ZR-1 Spyder og 2009 ZR-1 „Blue Devil“, en einnig milljónasta Corvettan sem smíðuð var árið 1992. Safnið er nú lokað, sem eðlilegt má teljast.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent