Jarðsigshola gleypti 8 bíla í bílasafni Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 09:49 Einkennileg jarðsigshola gleypti 8 bíla í National Corvette Museum í Kentucky fylki í Bandaríkjunum í gær. Holan er um 12 metrar í þvermál og 8-10 metra djúp. Engum er ljóst hvað olli þessu jarðsigi enn sem komið er. Meðal bílanna sem hurfu í holuna stóru voru tveir Corvette bílar sem safnið hafði fengið að láni frá General Motors. Enginn starfsmaður var í sýningarsalnum þegar þetta gerðist enda var klukkan aðeins 5:44 að morgni er gólf salarins féll niður í holuna ásamt bílunum átta. Sem betur fer fór eini bíllinn af Corvettu árgerð 1983, sem aðeins var framleiddur í 44 eintökum, ekki ofan í holuna, en bíllinn var í salnum. Bílarnir frá GM sem hurfu í holuna voru 1993 árgerð af Corvette ZR-1 Spyder og 2009 ZR-1 „Blue Devil“, en einnig milljónasta Corvettan sem smíðuð var árið 1992. Safnið er nú lokað, sem eðlilegt má teljast. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Einkennileg jarðsigshola gleypti 8 bíla í National Corvette Museum í Kentucky fylki í Bandaríkjunum í gær. Holan er um 12 metrar í þvermál og 8-10 metra djúp. Engum er ljóst hvað olli þessu jarðsigi enn sem komið er. Meðal bílanna sem hurfu í holuna stóru voru tveir Corvette bílar sem safnið hafði fengið að láni frá General Motors. Enginn starfsmaður var í sýningarsalnum þegar þetta gerðist enda var klukkan aðeins 5:44 að morgni er gólf salarins féll niður í holuna ásamt bílunum átta. Sem betur fer fór eini bíllinn af Corvettu árgerð 1983, sem aðeins var framleiddur í 44 eintökum, ekki ofan í holuna, en bíllinn var í salnum. Bílarnir frá GM sem hurfu í holuna voru 1993 árgerð af Corvette ZR-1 Spyder og 2009 ZR-1 „Blue Devil“, en einnig milljónasta Corvettan sem smíðuð var árið 1992. Safnið er nú lokað, sem eðlilegt má teljast.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent