Spólaðar Benz töskur Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 14:19 Hvaða bílaáhugamaður vill ekki eiga tösku með hjólfari eftir myndarlegt spól? Það heldur að minnsta kosti Mercedes Benz því þeir selja nú svokallaðar „Burn Out Bags“ í samstarfi við þýska tískumerkið Destroy vs. Beauty. Framleiðsla taskanna fer þannig fram að hágæðaleður er lagt undir ofuröfluga Mercedes Benz bíla og spólað myndarlega á því. Það er síðan notað í stærstu fleti taskanna. Kaupendur geta valið allt frá smæstu minnistöskum til stórra ferðataska. En það er ekki ódýrt að skarta hágæðatösku sem spólað hefur verið á af Mercedes Benz CLS63 AMG Shooting Brake því þær kosta frá 122.000 til 308.000 króna. Áhugasamir hafa þó alltaf val um það að gera svona töskur sjálfir, hafi þeir yfir að ráð bíl sem spólað getur rösklega og yrði þær örugglega ódýrari fyrir vikið. Sjá má framleiðslu taskanna í myndskeiðinu.Leðrið lagt undir afturdekkið. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent
Hvaða bílaáhugamaður vill ekki eiga tösku með hjólfari eftir myndarlegt spól? Það heldur að minnsta kosti Mercedes Benz því þeir selja nú svokallaðar „Burn Out Bags“ í samstarfi við þýska tískumerkið Destroy vs. Beauty. Framleiðsla taskanna fer þannig fram að hágæðaleður er lagt undir ofuröfluga Mercedes Benz bíla og spólað myndarlega á því. Það er síðan notað í stærstu fleti taskanna. Kaupendur geta valið allt frá smæstu minnistöskum til stórra ferðataska. En það er ekki ódýrt að skarta hágæðatösku sem spólað hefur verið á af Mercedes Benz CLS63 AMG Shooting Brake því þær kosta frá 122.000 til 308.000 króna. Áhugasamir hafa þó alltaf val um það að gera svona töskur sjálfir, hafi þeir yfir að ráð bíl sem spólað getur rösklega og yrði þær örugglega ódýrari fyrir vikið. Sjá má framleiðslu taskanna í myndskeiðinu.Leðrið lagt undir afturdekkið.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent