Fótbolti

Kompany: Við eigum enn möguleika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Varnarmaðurinn Vincent Kompany hefur ekki enn gefið upp vonina um að komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 2-0 tap Manchester City gegn Barcelona í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum í kvöld.

„Fyrirfram töldum við ekki að þeir væru betri en við. En við sýndum þeim full mikla virðingu á meðan það var jafnt í liðunum,“ sagði Kompany en félagi hans í vörn City, Martin Demichelis, fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks. Vítaspyrna var dæmd og Barcelona komst þá í 1-0 forystu.

„Þetta er ekki besta lið sem við höfum spilað við í vetur - alls ekki. En þetta er ótrúlega skilvirkt lið með afar hæfileikaríka einstaklinga,“ sagði Kompany sem kvartaði einnig undan dómgæslunni í kvöld.

„Það var of mikið af vægum brotum. Það hefði ekki verið dæmt á allt þetta í úrvalsdeildinni. Ef okkur tekst að fækka brotunum í seinni leiknum eigum við möguleika þá.“


Tengdar fréttir

Barcelona refsaði City á Etihad

Manchester City á erfitt verkefni fyrir höndum ætli liðið sér að komast áfram í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Fabregas: Nú verða sumir að þegja

Cesc Fabregas, leikmaður Barcelona, segir sigur liðsins á Manchester City í kvöld hafa verið frábæran og að það hafi verið gott að þagga niður í ákveðnum einstaklingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×