Körfubolti

NBA: LeBron James með 42 stiga leik í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
LeBron James var í rosalegum ham í nótt þegar NBA-deildin í körfubolta fór af stað á ný eftir Stjörnuhelgina sem skiptir NBA-tímabilinu í tvennt.

LeBron James skoraði 42 stig í 117-106 sigri Miami Heat á Dallas Mavericks en þetta var fyrstu fjörtíu stiga leikur hans á leiktíðinni. James skoraði meðal annars 10 stig í 14-0 spretti í lokaleikhlutanum en  Chris Bosh var með 22 stig í leiknum og Fuglamaðurinn Chris Andersen skoraði 18 stig eða það mesta sem hann hefur skorað á tímabilinu. Dirk Nowitzki var með 22 stig fyrir Dallas-liðið.

Patty Mills skoraði 16 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar San Antonio Spurs vann 113-103 sigur í toppslag á móti Los Angeles Clippers. Tim Duncan var með 19 stig og 13 fráköst en Spurs lék án franska leikstjórnandans Tony Parker. Blake Griffin var með 35 stig og 12 fráköst fyrir Clippers-liðið, Jamal Crawford skoraði 25 stig og DeAndre Jordan tók 18 fráköst.

Paul George skoraði 26 stig þegar Indiana Pacers vann 108-98 heimasigur á Atlanta Hawks og David West bætti við 17 stigum. Kyle Korver skoraði 19 stig en hann hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum.

Gerald Green setti persónulegt met með því að skora 36 stig fyrir Phoenix Suns sem vann 112-107 sigur á Denver Nuggets í framlengdum leik en þetta var fimmta tap Denver í röð. Goran Dragic var með 21 stig og 14 stoðsendingar fyrir Suns.

Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt:

Indiana Pacers - Atlanta Hawks 108-98

Philadelphia 76Ers - Cleveland Cavaliers 85-114

Washington Wizards - Toronto Raptors 93-103

Detroit Pistons - Charlotte Bobcats 96-108

Memphis Grizzlies - New York Knicks 98-95

Milwaukee Bucks - Orlando Magic 104-100

Dallas Mavericks - Miami Heat 106-117

Denver Nuggets - Phoenix Suns 107-112 (Framlengt)

Los Angeles Clippers - San Antonio Spurs 103-113

Staðan í NBA-deildinni:







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×