Innlent

Fok mun halda áfram í kvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Anton
Vindur undir Eyjafjöllum er að ná hámarki og verður mikill næstu klukkutímana, samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Þar er vindurinn hvað mestur á Íslandi. Á höfuðborgarsvæðinu mun bæta í vindinn framyfir klukkan sjö í kvöld og ekki mun lægja fyrr en eftir miðnætti.

Stöku él er á höfuðborgarsvæðinu og við Faxaflóa en ekki er útlit fyrir úrkomu. Því er viðbúið að fok muni halda áfram í kvöld, eins og verið hefur í dag. Mikið svifryk mældist á Grensás í dag og sandur og salt hefur fokið af götum borgarinnar.

Í öræfasveitum er veðrið að versna áfram, en allt samkvæmt fyrri spám. Í nótt mun bæta við úrkomu á suðausturlandi og Austurlandi og þar verður talsverð úrkoma næsta sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×