Innlent

Níutíu dimmustu dagarnir að baki

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Nú fer að birta til.
Nú fer að birta til. Vísir/Daníel
Níutíu dimmustu dagar ársins eru að baki; 45 dagar eru liðnir frá vetrarsólstöðum. Vetrarsólstöður voru 21. desember - þá var myrkrið mest. Nú eru bjartari tímar framundan bókstaflega. Sólskin mun aukast með hverjum deginum næstu mánuðina.

Á Stjörnufræðivefnum má finna eftirfarandi upplýsingar um sumar- og vetrarsólstöður:

„Mitt á milli vor- og haustjafndægranna liggja tveir aðrir mikilvægir staðir eða punktar á sólbaugnum. Þann 20. til 23 desember nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst suður af miðbaug himins. Verða þá vetrarsólstöður sem markar syðstu og lægstu stöðu sólar á himinum. Byrjar þá sólin að hækka á lofti. Sex mánuðum síðar eða þann 20. til 22. júní nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Verða þá sumarsólstöður sem marka nyrstu og hæstu stöðu sólar á himninum. Byrjar þá sólin aftur að lækka á lofti. Breytileiki dagsetningana stafar af því að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu."

Sumarsólstöður verða 21. júní næstkomandi. Það verður bjartasti dagur ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×